Fréttir

Ótrúleg vinnubrögð saksóknara og dómara

Í úrskurði Landsréttar hinn 28. janúar síðastliðinn gerði rétturinn sérstakar aðfinnslur við að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði samþykkt kröfu héraðssaksóknara um afhendingu gagna um Samherja í vörslum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og heimilað húsleit án þess að nein rannsóknargögn lægju til grundvallar kröfunni. Héraðsdómari tók kröfuna til greina án nokkurra sönnunargagna og greindi ranglega frá því í úrskurði og þingbók að slík gögn hefðu legið frammi við uppkvaðningu úrskurðarins.

Ekkert óvænt í málaferlum í Namibíu

Greint var frá því í morgun að saksóknari hygðist gefa út ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja í máli sem nú er rekið fyrir dómstólum í Windhoek í Namibíu. Á þriðja tug namibískra ríkisborgara eru sakborningar í málinu en við fyrirtöku í morgun var greint var frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur á þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum þeirra. Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar.

Ríkisútvarpið reynir fyrirsát á Kýpur í ferða- og útgöngubanni

Atlaga Ríkisútvarpsins að Samherja, sem hefur staðið yfir með hléum frá árinu 2012, heldur áfram. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, er nú staddur í borginni Limassol á Kýpur ásamt kvikmyndatökumanni í miðjum heimsfaraldri. Þar hefur hann freistað þess að endurvinna fréttir um mál sem tengjast útgerð í Namibíu og sett sig í samband við núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn félaga sem tengjast Samherja.

Þráhyggja fjölmiðils þróast í ofstæki

Tölfræðileg samantekt á umfjöllun Stundarinnar varpar ljósi á alvarlegt ójafnvægi í umfjöllun þar sem fjöldi birtra greina um Samherja er í hróplegu ósamræmi við öll önnur skrif fjölmiðilsins. Á stundum virðist sem tilgangur útgáfunnar sé fyrst og fremst árásir á þetta eina félag. Svo helteknir eru blaðamenn Stundarinnar af Samherja að nú þegar þeir eru orðnir uppiskroppa með umfjöllunarefni hafa þeir sent útsendara sína á Eyjafjarðarsvæðið þar sem þeir hafa dvalið dögum saman og freistað þess að ná fram neikvæðum ummælum Norðlendinga um félagið.

Afli skipa Samherja árið 2020

Björg EA 7 var aflahæst skipa Samherja á árinu 2020 með samtals 9.443 tonn af veiddum afla. Kaldbakur EA 1 fylgdi fast á eftir með 9.377 tonn og Björgúlfur EA 312 var í þriðja sæti með 9.001 tonn. Björgvin EA 311 var með 7.062 tonn og Harðbakur EA 3 og leiguskip, sem voru ekki við veiðar allt árið, voru með samtals 4.178 tonn upp úr sjó. Meginuppistaðan í afla skipanna var þorskur en einnig voru ýsa, ufsi og gullkarfi í heildaraflatölunni auk annarra tegunda.
Í verðmætum talið var uppsjávarskipið Margret EA 710 í fyrsta sæti með

Hættir eftir tæplega þriggja áratuga farsælt starf

Haraldur Grétarsson mun láta af störfum hjá Evrópuútgerð Samherja Holding ehf. í byrjun apríl næstkomandi. Haraldur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven, einu elsta útgerðarfélagi Þýskalands og setið í stjórnum ýmissa félaga. Ákveðið hefur verið að Baldvin Þorsteinsson taki við starfi Haraldar með aðsetur í Hollandi. Samhliða þessu verða gerðar eðlilegar skipulagsbreytingar á næstu misserum.

Áramótakveðja frá stjórn Samherja

Á nýju ári færir stjórn Samherja öllu starfsfólki fyrirtækisins árnaðaróskir og þakkir fyrir liðin ár. Erfiðar aðstæður sem öll þjóðin hefur þurft að takast á við eru nú senn að baki. Framundan eru bjartari tímar í leik og starfi; við hefðbundin störf, tómstundir og í samskiptum vina, fjölskyldna og starfsmanna.
Stjórn Samherja hefur ætíð haft ástæðu til að

Gunnar Aspar hættir hjá ÚA eftir 59 ára starf!

Gunnar B. Aspar hefur borið marga titla á tæplega 60 ára starfsferli í fyrirtækinu sem hét Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) þegar Gunnar hóf störf þar, varð síðar Brim og svo ÚA að nýju. Hann byrjaði sem liðléttingur og handflakari, varð síðar aðstoðarverkstjóri, verkstjóri, framleiðslustjóri og sérstakur ráðgjafi. Gunnar hefur aldrei unnið hjá öðrum en „fyrirtækinu við Fiskitanga“, hefur starfað með öllum framkvæmdastjórunum sem þar hafa verið frá upphafi og hefur nokkrum sinnum á síðustu árum sagt eitthvað á þessa leið við nýjan starfsmann: „Ég vann með langafa þínum/langömmu þinni hér í byrjun sjöunda áratugarins.“ Gunnar lét af störfum rétt fyrir jólin og var kvaddur með virktum.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!

Samherji óskar starfsmönnum sínum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Skipverjar láta gott af sér leiða

Skipverjar á skipum Samherja hafa gefið vel á aðra milljón króna til góðra málefna fyrir þessi jól. Stærstur hluti fjárhæðarinnar rann til Jólaaðstoðarinnar sem styrkir 300 einstaklinga og fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu.
Áhafnir skipa Samherja hafa mörg undanfarin ár tekið sig saman og látið fjármuni af hendi rakna til góðra málefna. Hafa mörgum góðgerðarfélögum því verið færðar myndarlegar peningagjafir á síðustu árum. Að þessu sinni var það áhöfnin á Björgu EA 7 sem ....