Kveður eftir 40 ára starf hjá ÚA „Þetta er góður vinnustaður“
Almennt
05.01.2022
Sigríður Jóna Gísladóttir lét af störfum hjá ÚA um áramótin eftir fjörutíu ára starf. Hún segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið á þessum fjórum áratugum, sérstaklega tæknilegar. „Jú, auðvitað er svolítið skrýtið að vakna á morgnana og þurfa ekki að mæta í vinnuna,“ segir Sigríður Jóna.