Bylting í ferskleika hráefnisins á nokkrum árum
Almennt
25.11.2021
ÚA fiskþurrkun á Laugum í Reykjadal gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu á staðnum, starfsmenn eru hátt í tuttugu. Þar fer fram þurrkun allra hausa og hryggja sem til falla hjá fiskvinnslu ÚA á Akureyri og eru afurðirnar seldar til Nígeríu. Að jafnaði fara tveir fjörutíu feta gámar á viku frá Laugum til Nígeríu. Vinnslustjórinn segir að ferskleiki hráefnisins hafi tekið stórstígum framförum á undanförnum árum.