Loksins, loksins, geta starfsmannafélögin efnt til viðburða
Almennt
08.09.2021
“Já, já, svo að segja öll starfsemi hefur legið niðri hjá okkur síðan heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur að koma saman á nýjan leik, maður finnur það greinilega á fólki,” segir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir formaður Fjörfisks, sem er starfsmannafélag Samherja á Dalvík.