Strákarnir á Harðbak EA í jólaskapi á miðunum
Almennt
14.12.2021
Borðin svignuðu undan kræsingum í Harðbak EA 3, togara ÚA um síðustu helgi. Kristinn kokkur hafði undirbúið innkaup aðfanga fyrir túrinn vel og vandlega eins og venjulega, að þessu sinni þurfti þó að gera ráð fyrir veglegum litlu jólum eins og vera ber á sjálfri aðventunni.