“Þetta reddast” leiðin sniðgengin á Dalvík
Almennt
21.09.2021
Heimsfaraldurinn hafði eðlilega umtalsverð áhrif á starfsemi hátækni fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík, sem formlega tók til starfa fyrir rúmu ári síðan. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni, komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman. Áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet í fiskvinnslunni á Dalvík á síðasta fiskveiðiári. Yfirverkstjórinn segir að góður undirbúningur hafi skipt sköpum.