Ríkisútvarpið reynir fyrirsát á Kýpur í ferða- og útgöngubanni
Almennt
29.01.2021
Atlaga Ríkisútvarpsins að Samherja, sem hefur staðið yfir með hléum frá árinu 2012, heldur áfram. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, er nú staddur í borginni Limassol á Kýpur ásamt kvikmyndatökumanni í miðjum heimsfaraldri. Þar hefur hann freistað þess að endurvinna fréttir um mál sem tengjast útgerð í Namibíu og sett sig í samband við núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn félaga sem tengjast Samherja.