Fréttir

Veiðar og varðveisla á lifandi fiski

Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi og stendur til að breyta skipinu fyrir bolfiskveiðar þar sem sú nýjung bætist við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Þetta fyrirkomulag býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi.

Seðlabanki Íslands dæmdur til að greiða forstjóra Samherja bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Seðlabanka Íslands til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, skaða- og miskabætur fyrir að hafa gert honum sekt vegna brota á gjaldeyrisreglum. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfum Samherja hf. í öðru máli. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun þess dóms til Landsréttar.

Samherji eignast helming hlutafjár í Aquanor Marketing

Samherji hefur gengið frá samningi um kaup á 50% hlut í Aquanor Marketing, Inc. í Boston, sem flytur inn, markaðssetur og selur ferskar sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki í Bandaríkjunum.

Samherji Holding ehf. eykur hlut sinn í Eimskip

Samherji Holding ehf., félag tengt Samherja hf., jók í dag hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. (Eimskip) um 0,29% og á 30,28% hlutafjár í félaginu eftir viðskiptin. Samherji Holding hyggst nú gera öðrum hluthöfum í Eimskip tilboð í hluti þeirra eins og lög áskilja.

Ekkert í dagbókum fyrrverandi framkvæmdastjóra styður fullyrðingar hans í Ríkissjónvarpinu

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri yfir starfsemi Samherja í Namibíu, hafði sumarið 2016 uppi áform um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur í Namibíu með öðru útgerðarfyrirtæki. Ætlaði hann að nýta sér þau viðskiptasambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í landinu. Við starfslok Jóhannesar fundust ítarleg minnisblöð sem hann hafði ritað við ýmis tilefni meðan hann stýrði útgerðinni í Namibíu. Ekkert í þessum minnisblöðum, sem eru eiginlegar dagbækur, styðja þær fullyrðingar sem hann setti fram í þættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu.

Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík

Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar.

Reksturinn traustur og stórum hluta afkomu varið í áframhaldandi uppbyggingu

Samherji hf. hagnaðist um rúmlega 9 milljarða króna á síðasta ári. Rekstrarniðurstaðan er í samræmi við væntingar stjórnenda. Sem fyrr er stórum hluta afkomu Samherja varið í fjárfestingar í þágu samstæðunnar. Þær veigamestu á árinu 2019 voru í nýju fiskvinnsluhúsi á Dalvík og smíði nýrra skipa. Fjárfestingar í nýjum skipum, tækjum og búnaði endurspegla eins og áður metnað til uppbyggingar Samherja og það markmið að starfsmenn vinni við framúrskarandi aðstæður hverju sinni.

Nýr þáttur um leigu á aflaheimildum í Namibíu

Settar hafa verið fram ásakanir um að félög tengd Samherja í Namibíu hafi leigt aflaheimildir í Namibíu á verði sem var langt undir markaðsverði. Athugun sem Samherji lét gera á verðlagningu kvóta í samningum ótengdra aðila staðfestir að félög tengd Samherja greiddu markaðsverð fyrir kvótann. Þetta er til umfjöllunar í nýjum þætti sem Samherji hefur látið framleiða.

Samherji greiddi markaðsverð fyrir kvótann í Namibíu

Eftir að norska lögmannsstofan Wikborg Rein lauk athugun sinni á starfsemi félaga sem tengjast Samherja í Namibíu 28. júlí sl. og kynnti skýrslu sína fyrir stjórn Samherja, hefur félagið með ýmsum hætti opinberlega leiðrétt og hrakið þær ásakanir sem á það hafa verið bornar.

Styttist í afhendingu á nýju uppsjávarskipi Samherja

Hið nýja og stórglæsilega uppsjávarskip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er væntanlegt til landsins um næstu áramót en skipið er í smíðum hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku.