Veiðar og varðveisla á lifandi fiski
Almennt
03.11.2020
Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi og stendur til að breyta skipinu fyrir bolfiskveiðar þar sem sú nýjung bætist við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Þetta fyrirkomulag býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi.