Fréttir

Umfjöllun um hátækni í nýju vinnsluhúsi Samherja

Í nýju sjónvarpsinnslagi er fjallað á stuttan en greinargóðan hátt um nýtt vinnsluhús Samherja á Dalvík og þann hátæknibúnað sem notaður er í húsinu.

Kæra Samherja verður prófraun fyrir útvarpsstjóra

Fjallað er um siðareglur Ríkisútvarpsins og viðbrögð við kæru Samherja í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að málið verði prófraun fyrir útvarpsstjóra og varpað er fram þeirri spurningu hvort útvarpsstjóri taki hagsmuni starfsmanna sinna fram yfir hagsmuni eigenda Ríkisútvarpsins.

Rangfærslur um Cape Cod leiðréttar í nýjum þætti Samherja

Í nýjum þætti Samherja er fjallað um félagið Cape Cod. Í þættinum eru leiðréttar rangfærslur um félagið og tilgang þess, sem komu fram í sjónvarpsþættinum Kveik þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu.

Fróðleg umfjöllun um nýtt vinnsluhús Samherja á Dalvík

Í nýjasta hefti tímaritsins Sóknarfæris er afar fróðleg umfjöllun um nýtt hátæknivinnsluhús Samherja á Dalvík en um er að ræða eitt fullkomnasta vinnsluhús í heiminum í bolfiskvinnslu.

Í tímaritinu er meðal annars rætt við Atla Dagsson, tæknistjóra landvinnslu Samherja um þær tækninýjungar sem eru í húsinu, sem var tekið í notkun hinn 14. ágúst síðastliðinn. Atli sagði það hafi verið mikla áskorun fyrir starfsmenn Samherja að taka þátt í að hanna og byggja nýja vinnsluhúsið frá grunni, sem er það eina sinnar tegundar í heiminum. „Okkar viðmiðun var að húsið afkasti að minnsta kosti 12 tonnum af hráefni á klukkustund,“ segir Atli í viðtalinu en Samherji á Dalvík hefur aðallega unnið þorsk og ýsu. Með nýja húsinu bætast við fleiri vinnslumöguleikar og sérhæfðar lausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi íslenskra hátæknifyrirtækja í samstarfi við Samherja.

Bréf til starfsmanna um siðlaus vinnubrögð Ríkisútvarpsins

Ágæta samstarfsfólk.
Í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var fyrsta frétt sjónvarpsstöðvarinnar um að sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Í fréttinni voru birtar ljósmyndir af þeim starfsmönnum sem eiga í hlut.

Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV fyrir siðanefnd

Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.

Rúmlega 85.000 manns hafa horft á nýjasta þátt Samherja

Alls hafa rúmlega 85.000 manns horft á nýjasta sjónvarpsþátt Samherja en um er að ræða einn af þremur þáttum sem fyrirtækið hefur sent frá sér að undanförnu.

Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins

Í nýjum sjónvarpsþætti sem Samherji lét framleiða fjallar Þorsteinn Már Baldvinsson um nýfundið vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs um karfaútflutning Samherja.

Verðlagsstofa finnur vinnuskjal

Skjal það sem Ríkisútvarpið byggði umfjöllun Kastljóss á hinn 27. mars 2012 er nú komið í leitirnar. Ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu. Ekkert í skjalinu styður þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Samherja í Kastljósi.

Viðbrögð Ríkisútvarpsins við þætti Samherja

Í nýjum sjónvarpsþætti, sem Samherji lét framleiða, er fjallað um viðbrögð Ríkisútvarpsins við heimildarþætti um upphaf Seðlabankamálsins.