Skipulagsbreytingar hjá landvinnslu Samherja
Almennt
17.08.2020
Föstudaginn 14. ágúst hófst vinnsla í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Þetta eru mikil tímamót hjá landvinnslu Samherja enda bygging hússins, hönnun og uppsetning á öllum tækjabúnaði þar langstærsta fjárfesting í vinnslu sem Samherji hefur ráðist í frá upphafi. Samhliða opnun á nýju frystihúsi hefur verið ákveðið að gera breytingar á stjórnun landvinnslunnar til að styðja við opnun á nýja húsinu á Dalvík.