RÚV ruglar saman veltu og ágóða - kyrrsetning Heinaste felld úr gildi
Almennt
02.12.2020
Ríkisútvarpið sneri hugtökum á haus í fréttaflutningi síðustu daga um kyrrsetningu eigna félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Núna hefur kyrrsetning á verðmætustu eigninni, togaranum Heinaste, verið felld úr gildi og togarinn seldur til namibíska útgerðarfyrirtækisins Tunacor Fisheries.
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því í nánu samráði við namibísk stjórnvöld að leggja niður starfsemi í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Hluti af þessari vinnu laut að kyrrsetningu togarans Heinaste. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað af ríkissaksóknara Namibíu í gær samhliða sölu skipsins. Aðrar eignir í Namibíu, sem eru óverulegar, sæta enn kyrrsetningu en mál tengd þeim verða leyst á komandi mánuðum í samráði við stjórnvöld.
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því í nánu samráði við namibísk stjórnvöld að leggja niður starfsemi í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Hluti af þessari vinnu laut að kyrrsetningu togarans Heinaste. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað af ríkissaksóknara Namibíu í gær samhliða sölu skipsins. Aðrar eignir í Namibíu, sem eru óverulegar, sæta enn kyrrsetningu en mál tengd þeim verða leyst á komandi mánuðum í samráði við stjórnvöld.