Fréttastofa Ríkisútvarpsins misnotuð fyrir persónulegan hefndarleiðangur
Almennt
11.12.2020
Samherji birti í morgun nýja tölvupósta úr Seðlabankamálinu sem ljóstra upp um samfelld og viðvarandi samskipti Ríkisútvarpsins og Seðlabankans í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Þessar upplýsingar hafa ekki komið fram áður. Þvert á móti hefur því verið haldið fram að samskiptin hafi ekki átt sér stað. Nú stendur yfir lögreglurannsókn á þessu máli eftir ábendingu forsætisráðherra. Ríkisútvarpið hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta fyrri fréttaflutning um þetta né geta þessara nýju upplýsinga á nokkur hátt í sínum fréttum.
Í aðalsjónvarpsfréttatíma RÚV í kvöld var hins vegar flutt mjög ítarleg frétt þar sem endurfluttar voru árs gamlar ásakanir sem tengjast rekstri útgerðar í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Sami fréttamaður, Helgi Seljan, var aðalhöfundur hinna röngu frétta í Seðlabankamálinu og fréttarinnar nú í kvöld.
Í aðalsjónvarpsfréttatíma RÚV í kvöld var hins vegar flutt mjög ítarleg frétt þar sem endurfluttar voru árs gamlar ásakanir sem tengjast rekstri útgerðar í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Sami fréttamaður, Helgi Seljan, var aðalhöfundur hinna röngu frétta í Seðlabankamálinu og fréttarinnar nú í kvöld.