Aukin afkastageta í fiskeldisstöð Samherja í Grindavík
Almennt
20.04.2020
Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við fiskeldisstöð Samherja á Stað við Grindavík. Verið er að bora í þrjár nýjar sjóholur í hrauninu við stöðina.
Um er að ræða talsverða fjárfestingu til að auka afkastagetu stöðvarinnar. Tilgangurinn er að tryggja betur vatnsbúskapinn eftir stækkanir síðustu ára og undirbúa næsta áfanga stækkunar. Á Stað við Grindavík starfrækir Samherji bæði seiðastöð og áframeldi fyrir bleikju.
Um er að ræða talsverða fjárfestingu til að auka afkastagetu stöðvarinnar. Tilgangurinn er að tryggja betur vatnsbúskapinn eftir stækkanir síðustu ára og undirbúa næsta áfanga stækkunar. Á Stað við Grindavík starfrækir Samherji bæði seiðastöð og áframeldi fyrir bleikju.