Öryggismálin eru og verða alltaf á dagskrá
Almennt
05.11.2021
“Já, viðhorf til öryggis- og vinnuverndarmála hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Hérna hjá Samherja hefur verið starfandi öryggisfulltrúi í ansi mörg ár sem segir mikið um viðhorf eigendanna til öryggis- og vinnuverndarmála og hvernig þeir hugsa um starfsfólkið sitt. Ég hef verið í þessu starfi í um fjögur ár og legg mikið upp úr því að framfylgja þeirra gildum,” segir Jóhann G. Sævarsson öryggisstjóri Samherja.