Fréttir

Farsæll rekstur Samherja á árinu 2016

"Við erum stolt af afkomu Samherja hf. Samstillt vinna, eljusemi, dugnaður og traust starfsmanna okkar og samstarfsmanna um allan heim hefur enn á ný skilað afrakstri sem rík ástæða er til að gleðjast yfir," segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf., þegar ársuppgjör Samherja hf. fyrir árið 2016 er kynnt, að loknum aðalfundi.
Hagnaður Samherja hf. af rekstri dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum nam 14,3 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er í útlöndum. Afkoma dótturfélaganna var einnig arðbær. Miklar fjárfestingar hafa staðið yfir og eru framundan og því var samþykkt á aðalfundi Samherja hf. að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2016.

Rangfærslur Seðlabankans ætla engan enda að taka

Bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands

Bréf Samherja hf. til bankaráðs SÍ

Þann 13. júlí sl. barst Samherja sáttarboð Seðlabankans þar sem félaginu var boðið að ljúka því máli sem bankinn hóf 27. mars 2012, með greiðslu sektar upp á 8,5 milljónir íslenskra króna. Samherji hafnaði því boði með ítarlegum rökstuðningi þann 15. ágúst sl. og var bankaráði haldið upplýstu þar um.
Þann 1. september sl. barst Samherja stjórnvaldsákvörðun Seðlabankans þess efnis að bankinn hefði ákveðið að hækka sektina upp í 15 milljónir íslenskra króna. Rétt er að geta þess að fjárhæð ætlaðs brots var á sama tíma lækkuð um rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Enginn rökstuðningur fylgdi með þessari hækkun sektarinnar.
Hér með tilkynnist að Samherji hafnar umræddri sekt og mun höfða ógildingarmál vegna framangreinds enda ásakanirnar rangar og framganga bankans frá upphafi öll hin hörmulegasta. 

Styrkveiting Samherjasjóðs

Þann 20.desember sl. veitti Samherji samtals 82 milljónum króna í styrki til íþróttastarfs og  ýmissa samfélagsverkefna, aðallega á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig var úthlutað fjárstyrkjum til nokkurra einstaklinga sem skara framúr á sínu sérsviði.  Þá var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára við Íþróttasamband fatlaðra. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður sjóðsins sem afhenti styrkina.
Eins og við fyrri styrkveitingar sjóðsins er gert ráð fyrir að flestum styrkjunum verði ráðstafað til lækkunar þátttökugjalda barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði styrkina frá fyrirtækinu renna til fjölmargra verkefna sem flest byggðust á sjálfboðaliðastarfi og „sem öll miða að því að við getum lifað betra og innihaldsríkara lífi með fjölskyldum okkar hér við Eyjafjörð.“ Hann upplýsti að Samherji hefði nú úthlutað samtals rúmlega 550 milljónum króna frá því fyrirtækið hóf að úthluta íþrótta- og samfélagsstyrkjum árið 2008.

Opið hús hjá ÚA


Samherjafrændur glaðir í dag


Bréf til starfsmanna

Kæru starfsmenn,
Eins og áður hefur komið fram hafði embætti sérstaks saksóknara fellt niður mál tengd okkur eftir mikla rannsókn enda niðurstaða embættisins að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Taldi embættið meðal annars að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að skila gjaldeyri til landsins og að ýmsar túlkanir Seðlabankans væru í besta falli „umdeilanlegar“. Samhliða niðurfellingu sendi embætti sérstaks saksóknara afmarkaða þætti til skoðunar hjá skattrannsóknarstjóra.
Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna ykkur að í gær barst Samherja afrit af tilkynningu skattrannsóknarstjóra til embættis sérstaks saksóknara þar sem fram kemur að eftir skoðun á málinu hafi skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu.
Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið undir margt af því sem við höfum gagnrýnt varðandi stjórnsýslu Seðlabankans og bankaráð samþykkt að gerð verði óháð úttekt á stjórnsýslu bankans við framkvæmd gjaldeyriseftirlits og gjaldeyrisrannsókna.
Við erum því mjög ánægðir með niðurstöðuna enda er hún í samræmi við það sem við höfum alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hefur verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan er að starfsfólk Samherja og dótturfélaga okkar hafa unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara.
Ítreka skal að staðfest hefur verið að ávirðingar Seðlabankans hafa verið efnislega rangar og hafa ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hefur frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að okkur, félaginu og starfsfólki, verður því ekki kölluð annað en ljót og er bankanum til minnkunar.
Í gegnum þetta mál höfum þétt raðirnar, treyst hvort öðru og haft sigur. Enn og aftur viljum við þakka ykkur kæru starfsmenn fyrir stuðninginn í gegnum þessi hartnær fjögur ár. Það er því ástæða til að gleðjast og að starfsmenn Samherja, hvort sem er á sjó eða landi, geri sér dagamun fljótlega.
Kærar kveðjur,
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kristján Vilhelmsson

Fyrirtæki Samherja greiddu 4,14 milljarða í skatt vegna ársins 2014

Samherji hf. og dótturfélög á Íslandi greiddu samtals rúmlega 4.143 milljónir króna til ríkisins vegna síðasta starfsárs. Hæsta greiðslan í formi tekjuskatts nam rúmum 2.649 milljónum króna. Aðrar greiðslur s.s. tryggingagjald og veiðigjald námu samtals 1.494 milljónum króna.
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda lögaðila vegna tekjuársins 2014 og birt lista yfir hæstu gjaldendur. Þar kemur fram að Samherji hf. er tíundi hæsti greiðandinn og greiddi 2.659 milljónir króna í skatt í fyrra. Inn í þá upphæð er ekki tekið tryggingagjald og önnur gjöld sem félög í eigu Samherja hf. eins og Samherji Ísland ehf., Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og fleiri félög greiða beint til ríkisins.
Þegar álagðar greiðslur þessara fyrirtækja  eru teknar saman nemur upphæðin samtals 4.143 milljónum króna. Eru þá talin með veiðigjöldin sem félögin greiða til ríkisins en þau eru utan samtölu ríkisskattstjóra þar sem álagning þeirra er á hendi Fiskistofu. Samtals greiddu fyrirtækin 904 milljónir króna í veiðigjöld á síðasta ári.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir skattgreiðslur félaga Samherja vegna gjaldaársins 2014:
Samherji hf., Samherji Ísland ehf., ÚA ehf., Íslandsbleikja ehf., Ice Fresh Seafood ehf. og fleiri félög.




Tekjuskattur
Tryggingagjald
Samtals veiðigjald
Samtals greiðslur til ríkisins


2.649 millj.
590 millj.
904 millj.
4.143   millj.




 

Áhöfn Normu Mary slökkti eld um borð

Rétt viðbrögð 19 manna áhafnar Normu Mary komu í veg fyrir að illa færi í gær þegar eldur kom upp um borð á vinnsludekki togarans, þar sem hann var á þorskveiðum í Barentshafi.  Enginn slasaðist í aðgerðunum og búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar Norska strandgæslan kom til aðstoðar.  Skipið mun halda til hafnar á Akureyri innan tíðar eða þegar Norska strandgæslan hefur fullvissað sig um að ekki sé hætta á að eldurinn kvikni að nýju.  Á Akureyri verða  skemmdir skoðaðar og metnar áður en  viðgerð hefst.
„Það er alltaf mikil hætta þegar eldur kemur upp í skipi úti á sjó.  Við erum fyrst og fremst þakklátir réttum viðbrögðum áhafnarinnar sem kom í veg fyrir að ekki fór verr um borð í Normu“, segir  Óskar Ævarsson útgerðarstjóri Onward  Fishing.
Norma Mary er togskip í eigu Onward Fishing Company í Skotlandi sem er dótturfélag Samherja hf.

Bréf stjórnar Samherja hf. til bankaráðs SÍ

Með bréfi þessu fer stjórn Samherja hf. þess á leit, fh. félagsins og tengdra aðila (saman vísað til sem Samherja), við bankaráð Seðlabanka Íslands, að það hlutist til um að fram fari athugun á stjórnsýslu bankans, bankastjórnar og annarra starfsmanna, að því er snertir gjaldeyriseftirlit, einkum og sér í lagi í tengslum við húsleit, rannsókn, samskipti, kærur og fjölmiðlaumfjöllun af hálfu Seðlabanka Íslands (vísað til sem Seðlabankinn eða bankinn)um málefni Samherja.
Þessi málaleitan er gerð með vísan til ákvæða laga nr. 36/2001 um Seðlabankans, þar sem fram kemur í 28. gr. að bankaráð hafi eftirlit með því að Seðlabankinn  starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Verður að telja yfir allan vafa hafið, að í ákvæði þessu felist víðtæk eftirlitsskylda um að yfirstjórn Seðlabankans fari í störfum sínum að landslögum og hlíti þeim reglum er fram koma í stjórnsýslulögum sem og öðrum lögum.