Sjúkrahúsið á Akureyri fékk góðar gjafir þegar Björg EA var formlega nefnd
Almennt
21.05.2018
Björg EA 7 var formlega nefnd við hátíðlega athöfn á togarabryggjunni á Akureyri síðastliðinn laugardag. Af því tilefni gaf Samherji Sjúkrahúsinu á Akureyri veglega peningagjöf sem nota á til að undirbúa það að koma upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið.
Björg EA 7 er nýjasta skip Samherja. „Endurnýjun skipaflota Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa er stórt skref í þá átt að festa Eyjafjarðarsvæðið í sessi sem eitt öflugasta útgerðar- og fiskvinnslusvæði landsins. Útgerðarfélag Akureyringa er nú ein tæknivæddasta fiskvinnsla landsins og framkvæmdir við nýja hátæknifiskvinnslu eru hafnar á Dalvík. Slíkar vinnslur þurfa öflug skip og hafa verður í huga að oft eru veiðisvæðin langt frá Eyjafirði og veðurfarið oft erfitt. Slíkt skip liggur hér við landfestar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í ræðu sinni við athöfnina.
Björg EA 7 er nýjasta skip Samherja. „Endurnýjun skipaflota Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa er stórt skref í þá átt að festa Eyjafjarðarsvæðið í sessi sem eitt öflugasta útgerðar- og fiskvinnslusvæði landsins. Útgerðarfélag Akureyringa er nú ein tæknivæddasta fiskvinnsla landsins og framkvæmdir við nýja hátæknifiskvinnslu eru hafnar á Dalvík. Slíkar vinnslur þurfa öflug skip og hafa verður í huga að oft eru veiðisvæðin langt frá Eyjafirði og veðurfarið oft erfitt. Slíkt skip liggur hér við landfestar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í ræðu sinni við athöfnina.