Farsæll rekstur Samherja á árinu 2016
Almennt
30.08.2017
"Við erum stolt af afkomu Samherja hf. Samstillt vinna, eljusemi, dugnaður og traust starfsmanna okkar og samstarfsmanna um allan heim hefur enn á ný skilað afrakstri sem rík ástæða er til að gleðjast yfir," segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf., þegar ársuppgjör Samherja hf. fyrir árið 2016 er kynnt, að loknum aðalfundi.
Hagnaður Samherja hf. af rekstri dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum nam 14,3 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er í útlöndum. Afkoma dótturfélaganna var einnig arðbær. Miklar fjárfestingar hafa staðið yfir og eru framundan og því var samþykkt á aðalfundi Samherja hf. að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2016.
Hagnaður Samherja hf. af rekstri dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum nam 14,3 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er í útlöndum. Afkoma dótturfélaganna var einnig arðbær. Miklar fjárfestingar hafa staðið yfir og eru framundan og því var samþykkt á aðalfundi Samherja hf. að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2016.