Fréttatilkynning frá DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi:
Deutsche Fischfang Union (DFFU) hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við
íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk
sölufyriræki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi. Einnig sér fyrirtækið sér ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu
hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum
þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.