Ekkert athugavert við verðlagningu í viðskiptum Samherja við Seagold Ltd.
Almennt
23.01.2013
-samkvæmt úttekt bresku endurskoðunarstofunnar Baker Tilly LLP
• Vegna ásakana Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila lét Seagold Ltd, dótturfélag Samherja í Bretlandi, gera óháða greiningu og úttekt á rekstri fyrirtækisins.
• Sérfræðingar frá endurskoðunarstofunni Baker Tilly í Bretlandi (www.bakertilly.co.uk) voru fengnir til verksins. Um er að ræða eitt af stærri fyrirtækjum heims á sínu sviði en hjá Baker Tilly International starfa um 25.000 manns.
• Afdráttarlaus niðurstaða þessarar úttektar var sú að ekkert væri við þessi viðskipti að athuga, viðskipti Seagold Ltd. við tengda aðila væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Því væri engin þörf á að breyta þar nokkru, hvorki verðlagningu né aðferðum við verðlagningu.
• Samherji hefur áður birt niðurstöður IFS-Greiningar sem eru á sömu lund, ekkert er við verðlagningu á afurðum Samherja að athuga.
• Á því tímabili sem rannsókn Seðlabanka Íslands nær yfir flutti Samherji/Ice Fresh Seafood út afurðir fyrir alls 113 milljarða króna. Af eigin framleiðslu voru seldar afurðir til tengdra aðila fyrir 15,4 milljarða króna en þar af námu viðskipti við Seagold 14,3 milljörðum króna eða um 93%.
• Niðurstaða úttektar Baker Tilly sem og niðurstöður IFS-Greiningar benda eindregið til þess að fullyrðingar Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu Samherja til tengdra félaga séu úr lausu lofti gripnar.
• Vegna ásakana Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila lét Seagold Ltd, dótturfélag Samherja í Bretlandi, gera óháða greiningu og úttekt á rekstri fyrirtækisins.
• Sérfræðingar frá endurskoðunarstofunni Baker Tilly í Bretlandi (www.bakertilly.co.uk) voru fengnir til verksins. Um er að ræða eitt af stærri fyrirtækjum heims á sínu sviði en hjá Baker Tilly International starfa um 25.000 manns.
• Afdráttarlaus niðurstaða þessarar úttektar var sú að ekkert væri við þessi viðskipti að athuga, viðskipti Seagold Ltd. við tengda aðila væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Því væri engin þörf á að breyta þar nokkru, hvorki verðlagningu né aðferðum við verðlagningu.
• Samherji hefur áður birt niðurstöður IFS-Greiningar sem eru á sömu lund, ekkert er við verðlagningu á afurðum Samherja að athuga.
• Á því tímabili sem rannsókn Seðlabanka Íslands nær yfir flutti Samherji/Ice Fresh Seafood út afurðir fyrir alls 113 milljarða króna. Af eigin framleiðslu voru seldar afurðir til tengdra aðila fyrir 15,4 milljarða króna en þar af námu viðskipti við Seagold 14,3 milljörðum króna eða um 93%.
• Niðurstaða úttektar Baker Tilly sem og niðurstöður IFS-Greiningar benda eindregið til þess að fullyrðingar Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu Samherja til tengdra félaga séu úr lausu lofti gripnar.