Nafnið Baldvin úr skipastóli Samherja
Almennt
29.09.2017
Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.