Björgúlfur EA yfir milljarðinn
Almennt
13.12.2010
Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar á Dalvík í dag með fullfermi eða 115 tonn af fiski. Uppistaðan er þorskur sem fer beint til vinnslu í frystihúsinu á Dalvík. Aflaverðmæti í túrnum eru rúmar 25 milljónir króna. Með þessari löndun hefur Björgúlfur veitt fyrir yfir 1000 milljónir króna á árinu og er það í fyrsta skipti sem skipið veiðir fyrir meira en milljarð á einu ári. Í tilefni af þessum tímamótum var áhöfninni færð rjómaterta við heimkomuna.