- Aflaverðmæti ársins yfir einn og hálfur milljarður - 20 þúsund tonnum af frystum afurðum landað Vilhelm Þorsteinsson EA 11 fjölveiðiskip Samherja kom til heimahafnar á Akureyri í morgun úr sinni síðustu veiðiferð á árinu. Árið hefur verið fengsælt hjá Vilhelmsmönnum, heildarafli ársins var tæplega 51 þúsund tonn af síld, loðnu, kolmunna og karfa. Tuttugu þúsund tonn af afurðum voru framleidd og fryst um borð en kolmunna og hluta af loðnunni og síldinni var landað til bræðslu. Heildarverðmæti aflans var 1,550 milljónir króna cif en fob verðmæti var 1,370 milljónir króna.