Samherji hf. kaupir frystitogarann Akraberg
Almennt
27.08.2003
Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja Spf. í Færeyjum, en Samherji á þriðjungs hlut í því félagi. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK-210. Í áhöfn skipsins eru 28 menn og skipstjóri er Eydunn á Bergi, sem verið hefur skipstjóri skipsins um árabil. Skipið hélt í dag á úthafskarfaveiðar.