Þriðjudaginn 22. apríl, veitti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Samherja hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Þorsteinn Már Baldvinsson sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.(Þakkarávarp hér) (myndir frá athöfninni hér )
Samkvæmt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fishfang Union GmbH í Þýskalandi, hafa veiðar gengið vel í Barentshafi að undanförnu. Skipin hafa verið að landa eða eru á landleið eitt af öðru með góðan afla.