Afli og verðmæti Samherjaskipa 2003
Almennt
08.01.2004
Samanlagður afli skipa Samherja hf. á nýliðnu ári nam ríflega 152 þúsund tonnum. Afli fjölveiði- og uppsjávarskipa nam samtals um 128.000 tonnum og afli bolfiskskipa félagsins var samanlagður um 24.000 tonn. Heildarverðmæti þessa afla nam 5,4 milljörðum króna. Til samanburðar var heildarafli skipa Samherja hf. á árinu 2002 um 157.000 tonn og aflaverðmætið nálægt 6,6 milljörðum. Helstu ástæður minna aflaverðmætis er annars vegar lægra afurðaverð í erlendri mynt og hins vegar hækkun á gengi íslensku krónunnar.