Stór og fallegur kolmunni
Almennt
12.06.2002
Fyrsti kolmunnafarmurinn sem landað er á Suðurnesjum á þessu ári kom til verksmiðju Samherja í Grindavík á mánudag. Það var Bergur VE sem landaði í Grindavík 1.200 tonnum af kolmunna sem fengust á fjórum sólarhringum í Rósagarðinum og á Hvalbakssvæðinu austur af landinu.