Fréttir

Baldvin Þorsteinsson EA-10 á heimleið frá Lettlandi


Hagnaður Samherja 1.950 milljónir króna

Hagnaður Samherja á fyrstu 9 mánuðum ársins 2002 nam 1.950 milljónum króna samanborið við 269 milljón króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Efnt til þjóðarátaks til að örva nýsköpun í atvinnulíf

Landskeppni um gerð viðskiptaáætlana, sem ber yfirskriftina Þjóðarátak um nýsköpun, var formlega hleypt af stokkunum í dag, 18. nóvember. Markmið átaksins er að örva nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í íslensku atvinnulífi til að stuðla að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Að verkefninu standa nokkur öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins.

Tók á móti 33 þúsund tonnum af kolmunna á vertíðinni

Fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík Kolmunnavertíðinni er lokið. Síðastliðinn mánudag og þriðjudag lönduðu Vilhelm Þorsteinsson EA 11og Bergur VE 44 lönduðu síðustu tonnunum af kolmunnakvóta Samherja í Grindavík. Í ár tók fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík á móti 33 þúsund tonnum af kolmunna, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar sex þúsund tonnum var landað þar.  Aðeins þrjár verksmiðjur hafa tekið á móti meiri kolmunna á vertíðinni en Samherji í Grindavík, þ.e. á Eskifirði, Neskaupstað og Seyðisfirði.

Skrifstofan flutt til Hessle

 Seagold Ltd, sölufyrirtæki Samherja í Bretlandi, hefur flutt sig um set í Hull. Frá stofnun félagsins í maí 1996 hefur það verið til húsa í miðbæ Hull, en nú er Seagoold komið í um 100 fermetra skrifstofuhúsnæði í útbæ Hull, sem heitir Hessle.

Þróun í nýtingu á uppsjávarfiski

Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja hf.ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI uppsjávaraflans gæti orðið um 36 milljarðar króna eftir áratug með vaxandi manneldisvinnslu. Verðmæti þessa afla var í fyrra um 21milljarður króna og 14 milljarðar árið áður. Þetta er mat Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja og SR mjöls, og kom fram í erindi hans á aðalfundi LÍÚ þ. 1.nóvember s.l. (Power Point glærusýning með erindinu er hér 2702Kb)  

Skipulagsstofnun fellst á framkvæmd vegna 6000 tonna laxeldisstöðvar í Reyðarfirði.

Skipulagsstofnun hefur í dag fallist á framkvæmd allt að 6000 tonna laxeldisstöðvar Samherja hf. í Reyðarfirði eins og henni er lýst í gögnum framkvæmdar- aðila.

Erindi flutt á Ráðstefnu um atvinnumál á Akureyri 18. okt. 2002

Þorsteinn Már Baldvinsson:Á ráðstefnu um Akureyri og atvinnulífið, sem efnt var til á Akureyri 18. október sl., flutti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf, erindi þar sem hann beindi sjónum að þróun byggðar á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu með áherslu á sjávarútveginn. Erindi Þorsteins fer hér á eftir: (Power Point glærusýningu með erindinu er hér 1134Kb)

100 þúsund tonn komin á land

Fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík:

Kominn til hafnar á Íslandi eftir fjóra mánuði á norsk-íslensku síldinni

Vilhelm þorsteinsson EA-11:Vilhelm Þorsteinsson EA-11, fjölveiðiskip Samherja hf., kom til löndunar í Neskaupstað í morgun. Um borð eru um 500 tonn af frystum síldarflökum úr Barentshafi. Skipið lét úr höfn á Íslandi þann 18. maí sl. til veiða á norsk-íslensku síldinni – fyrsta löndun var í Neskaupstað þann 28. maí , en síðan hefur skipið ekki komið til hafnar á Íslandi fyrr en í morgun. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að vel hafi gengið í sumar og aflabrögðin almennt verið góð. "Það er ekki hægt annað en vera ánægður með sumarið. Veiðarnar hafa gengið mjög vel og sömuleiðis vinnslan um borð," segir Arngrímur.