Breytingar á næsta ári á skipastóli Samherja hf.:
Almennt
27.12.2001
Baldvin Þorsteinsson seldur til DFFU í Þýskalandi -en Hannover NC keypt í staðinn og breytt í fjölveiðiskipSamherji hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við útgerðarfyrirtækið Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í Þýskalandi (DFFU) um sölu frystiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-10 til DFFU. Miðað er við að skipið verði afhent nýjum eiganda í febrúar á næsta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að Samherji hf. kaupi frystiskipið Hannover NC-100, áður Guðbjörg ÍS, af DFFU og því verði breytt í fjölveiðiskip, sem geti veitt og unnið rækju, bolfisk og uppsjávarfisk um borð. Gert er ráð fyrir að fjárfesting Samherja hf. í þessum viðskiptum við DFFU nemi sem svarar 265 milljónum króna.