Fréttir

Samherji hf. tekur formlega við rekstri Útgerðafélags Akureyringa

Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í gærkvöld með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Útgerðafélags Akureyringa og vinnsla
hófst í morgun. Þar með má segja að starfsemi ÚA sé formlega hafin á vegum nýrra eigenda.

Kaupin á ÚA samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur fyrir sitt
leyti samþykkt kaup Snæfells ehf., dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu og tveimur skipum Brims hf. Eins og áður hefur komið fram
var skrifað undir kaupsamninga þann 1. maí sl. með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
 

Aukin launauppbót með maí-launum

Í nýsamþykktum kjarasamningum eru ákvæði um tvær eingreiðslur sem eiga að greiðast ofan á laun nú um
mánaðamótin. Þær nema samtals 60 þúsund krónum. Samherji hefur ákveðið að rúmlega tvöfalda þessar umsömdu
greiðslur. Allir starfsmenn í landi, sem hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum, fá því 63.100 krónur í
auka-launauppbót um næstu mánaðamót.

Samherji innleiðir hugbúnað frá Marel

Hugbúnaðurinn Innova frá Marel verður innleiddur við framleiðslustýringu og vinnslueftirlit hjá öllum landvinnslueiningum Samherja og völdum
skipum fyrirtækisins. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku.


Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel lýkur í dag eftir þrjá erlisama daga. Samherji var með
sýningarbás nú sem áður og eru menn sammála um að afar vel hafi tekist til með þátttökuna. Greinileg eftirspurn er eftir
sjávarafurðum og verð eru á uppleið.

Kaupum Samherja fagnað

Einhugur í bæjarstjórn
Bæjarstjórn Akureyrar fagnaði með 11 samhljóða atkvæðum kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi á fundi sínum
þriðjudaginn 3. maí.  Þetta kemur fram í sérstakri ályktun sem samþykkt var á fundinum.

Samherji kaupir rekstur Brims á Akureyri

Stofnar Útgerðarfélag Akureyringa um reksturinn
Um helgina var gengið frá samningi milli  Brims og dótturfélags Samherja  um kaup á eignum Brims á Akureyri. Félagið fær
nafnið Útgerðarfélag Akureyringa. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Eigum við að reka alþjóðleg markaðsfyrirtæki á Íslandi ?

Dótturfyrirtæki Samherja, Ice Fresh Seafood sér um markaðsetningu á afurðum Samherja samstæðunnar um allan heim.  Félagið kaupir
afurðir af fyrirtækjum á Íslandi og erlendis sem það selur til nokkur hundruð viðskiptavina staðsetta víðsvegar um heiminn. 
Það hefur verið stefna okkar að byggja upp þetta fyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri og sinna þaðan okkar markaðstarfsemi,
auk þess sem við erum með söluskrifstofur  í Evrópu. 
 
 

Tímamótalöndun Baldvins frá Cuxhaven á Dalvík

Ferskur afli úr skipi frá Evrópusambandslandi unninn á Dalvík
Togarinn Baldvin frá Cuxhaven kom til Dalvíkur í gærkvöld og landaði þar um 200 tonnum af ferskum bolfiski, aðallega þorski. Byrjað var
að vinna aflann kl. fjögur aðfaranótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík og fer hluti af afurðunum með flugi á
Frakklandsmarkað í nótt. Fiskurinn var veiddur í Barentshafi, úr veiðiheimildum Evrópusambandsins. Löndunin markar ákveðin
tímamót því þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem ferskum afla úr skipi frá Evrópusambandslandi er landað
til vinnslu á Íslandi.

Samherji veitir 13 starfsmönnum sínum hvatningarverðlaun

Samherji hf. hefur ákveðið að veita 13 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi mætingu til vinnu á árinu 2010. Starfsmennirnir fá hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið veitir slíka viðurkenningu.