Fréttir

Íslenska bleikjan vekur hrifningu í Frakklandi

Samherji hf. tók á dögunum þátt í hinni gríðarstóru matvælasýningu Sirha í Lyon í Frakklandi þar sem kynntar voru afurðir félagsins.  Viðtökur voru framar vonum hjá hinum fjölmörgu gestum sem m.a. fengu að bragða á lystilega framreiddu fersku íslensku fiskmeti.

Samherji styrkir samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um rúmar 50 milljónir króna

Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Samherji hf. hóf útgerð og jafnframt til að heiðra minningu tvíburabræðranna Baldvins Þ. Þorsteinssonar og Vilhelms V. Þorsteinssonar, styrkir Samherji ýmis samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um samtals rúmar 50 milljónir króna.

Staða Samherja sterk

–þrátt fyrir ótryggt efnahagsástand

Fullur salur á fyrirlestri og kynningu á eldisbleikju í Bandaríkjunum

Vel heppnuð kynning á bleikju í einum virtasta matreiðsluskóla í heimi, The Culinary Institute of America

Togararnir Norma Mary og Víðir EA komin úr sinni síðustu veiðiferð

-          báðum lagt eftir fengsælan og farsælan feril hjá félaginu

Vilhelm Þorsteinsson EA var aflahæstur

 - og með mesta aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2007.

14 starfsmenn verðlaunaðir

14 starfsmenn verðlaunaðir fyrir fullkomna mætingu á árinu 2007 -liður í heilsueflingarátaki fyrirtækisinsSamherji hf. hefur veitt 14 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir fullkomna mætingu til vinnu á árinu 2007. Starfsmennirnir fengu hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Afhending hvatningarverðlaunanna markar lok fyrsta starfsársins í gagngerri heilsueflingu innan fyrirtækisins.

Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri

Í dag var haldinn fundur með starfsmönnum rækjuvinnslu Samherja á Akureyri þar sem þeim var tilkynnt að félagið hafi ákveðið að hætta rækjuvinnslu og loka starfsstöð félagsins á Akureyri.

Barentz AS og Kaldbakur munu gera yfirtökutilboð í Rem Offshore

Vegna kaupa Kaldbaks ehf. á hlutum í Rem Offshore sem tilkynnt var um fyrr í dag, hafa Barentz AS sem er í eigu Åge Remøy framkvæmdastjóra Rem Offshore og Kaldbakur ehf., sent eftirfarandi tilkynningu til Norsku Kauphallarinnar:

Samherji fjárfestir í Rem Offshore í Noregi

Dótturfélag Samherja hf. Kaldbakur ehf. hefur keypt 2.444.446 hluti í Rem Offshore ASA í Noregi á genginu 53,50 og á eftir kaupin 6,24 % af heildarhlutafé félagsins. Jafnframt hefur verið gert hluthafasamkomulag milli fimm hluthafa sem eiga 50,51% eignarhlut um að koma fram sameiginlega á aðal- og hluthafafundum félagsins. Í samkomulaginu er einnig forkaupsréttarákvæði milli þessara aðila í. Þetta hefur verið tilkynnt til Norsku Kauphallarinnar.