Samherji hf. hefur keypt neyðaröndunartæki sem áformað er að verði sett við hverja koju í skipum fyrirtækisins. Neyðaröndunartækið, eða “flóttatækið” eins og tækið er einnig nefnt, á ensku "Emergency escape breathing device" skammstafað EEBD, er ætlað til að skipverjar geti forðað sér örugglega út úr vistarverum eða öðrum rýmum ef þau fyllast af reyk. Þau eiga ávallt að vera tiltæk í þar til gerðu “statífi” í seilingarfjarlægð frá kojunum. Einnig verða um borð í skipunum æfingagrímur sem ætlast er til að menn noti sem oftast til að kynnast búnaðinum.