Fréttir

Hagnaður Samherja fyrir skatta tæpir fjórir milljarðar króna

Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2005, sem stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja 3.104 milljónum króna samanborið við 2.914 milljóna króna hagnað árið áður.

Frábær skemmtun á góðu kvöldi

- fjölmennasta árshátíð Samherja til þessa að bakiÁrshátíð Samherja var haldin laugardaginn 25. mars sl. í Íþróttahöllinni á Akureyri og tókst hún vonum framar. Um var að ræða einhverja fjölmennustu árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða, en á milli 700 til 800 gestir mættu á hana. 

Stefnir í mjög fjölmenna árshátíð Samherja

-Haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 25. mars nk. Árshátíð Samherja verður haldin laugardaginn 25. mars nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um verður að ræða einhverja fjölmennustu árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða, því gert er ráð fyrir um 800 gestum.

Fiskvinnsla - Snyrting

 -eru góð laun, öruggt starfsumhverfi og gott mannlíf eitthvað fyrir þig?

JOINT ANNOUNCEMENT ON BEHALF OF UK FISHERIES AND J. MARR

FRÉTTATILKYNNING frá UK FISHERIES og J. MARR UK Fisheries er að jöfnum hlut í eigu Onward Fishing Co., dótturfélags Samherja hf. og Parlevliet Van Der Plas í Hollandi.:

Sæsilfur dregur úr laxeldi í sjó- laxaframleiðslu hætt árið 2008

Stjórn Sæsilfurs hefur ákveðið að setja ekki laxaseiði í sjó á vori komanda. Ákvörðunin hefur það í för með sér að slátrun á árinu 2007 verður innan við 500 tonn hjá félaginu og að engin laxaframleiðsla verður árið 2008. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að slátra um 4.000 tonnum af laxi hjá Sæsilfri á yfirstandandi ári. Sæsilfur er í meirihluta eigu Síldarvinnslunnar hf. og Oddeyrar hf., dótturfélags Samherja hf.

Framleiðslumet hjá landvinnslu Samherja á Dalvík á árinu 2005 -og stefnt að enn frekari aukningu á yfirstandandi ári

Árið 2005 er metár í sögu landvinnslu Samherja á Dalvík. Framleitt var úr 10.483 tonnum af hráefni, samanborið við 9.588 tonn árið áður, sem þá var met. Aukningin er rúm 9% á milli ára. Um 120 stöðugildi eru hjá landvinnslunni á Dalvík.

Jóla- og áramótafréttir

Jól í Barentshafi Vesturvon, sem gert er út af Framherja í Færeyjum, fór til veiða undir skipstjórn Eyðuns á Bergi, í byrjun desember.  Eyðun á Bergi er vel þekktur meðal íslenskra sjómanna en hann var skipstjóri á Akrabergi í 11 ár. Auk hans eru 30 manns í áhöfn og er reiknað með að veiðiferðinni ljúki í byrjun febrúar.

Aðalsteinn Helgason ráðinn fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.

Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og mun hann taka við nýja starfinu þann 1. janúar 2006.

Dregið úr framleiðslu hjá rækjuvinnslu Samherja á Akureyri - ein vakt í stað tveggja áður

Í dag var haldinn fundur með starfsmönnum Samherja á Akureyri vegna málefna Strýtu, rækjuvinnslu Samherja, en fyrr í vikunni var haldinn fundur með trúnaðarmönnum og fulltrúum stéttarfélagsins Einingar-Iðju um sama mál. Vegna versnandi rekstrarumhverfis í rækjuvinnslu á Íslandi hefur verið ákveðið að starfrækja aðeins eina vakt í framleiðslunni í stað tveggja áður og reyna þannig að tryggja áframhaldandi rekstur Strýtu. Ákvörðunin hefur í för með sér að segja verður upp um það bil helmingi starfsmanna verksmiðjunnar, en í dag vinna rúmlega 60 manns hjá Strýtu. Samherji mun aðstoða viðkomandi starfsmenn við að finna störf við hæfi.