Helstu niðurstöður atvinnuþróunarverkefnis, sem hrundið var af stað er ljóst varð í byrjun árs að breytingar yrðu á landvinnslu Samherja hf. á Stöðvarfirði, voru kynntar á fundi í gærkvöld. Síðan þá hefur orðið ljóst að Samherji mun loka vinnslu sinni á Stöðvarfirði þann 1. október næstkomandi. Markmið verkefnisins, sem Austurbyggð, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands og Samherja, hrinti af stað var að leita lausna í atvinnu- og byggðamálum Stöðvarfjarðar...