Nýr göngustígur afhentur Akureyringum
28.08.2009
Á morgun laugardag kl. 11 verður vígður formlega nýr göngustígur í Naustaborgum, nyrst í landi Kjarnaskógar. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur haft veg og vanda af því að búa stíginn til fyrir styrk frá Samherja hf. Þessi afhending markar lokin á styrkveitingum ársins til eflingar íþróttastarfi barna og unglinga og átakinu "Hreyfing og útivist" ,sem hrint var af stað í desember sl.

