Yfirtökutilboð í Samherja hf. væntanlegt
30.03.2005
Í kjölfar kaupa Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. á 7,33% eignarhlut í Samherja hf. hafa nokkrir af stærstu hluthöfum Samherja hf. þ.e. Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf., Bliki ehf., Tryggingamiðstöðin hf., F-15 sf.,Finnbogi A. Baldvinsson og fjárhagslega tengdir aðlilar, sem samtals eiga 55,48% hlutafjár í félaginu, gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Samherja hf.