Í jólafríið á undan áætlun
21.12.2004
Víðir EA 910, frystitogari Samherja lagðist að bryggju á Akureyri rétt fyrir hádegið í dag með fullfermi, eftir 32 daga veiðiferð. Aflinn var alls um 390 tonn af frystum afurðum, aðallega þorski, ufsa og ýsu og er aflaverðmætið áætlað rúmar 100 milljónir króna. Skipið hefur verið á veiðum fyrir austan land frá 19. nóvember sl. og var heildarafli upp úr sjó 650 tonn.

