Endurnýjuð verksmiðja komin í fullan gang
18.02.2004
Loðnubræðsla hafin í GrindavíkFyrsti loðnufarmurinn á þessari vertíð kom til vinnslu í endurbættri og stækkaðri fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík nú í upphafi vikunnar Afkastageta verksmiðjunnar hefur aukist verulega með nýjum þurrkara og öðrum búnaði. Bræðsla er þegar komin á fullt en Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja í Grindavík, segir þó of snemmt að segja til um hvernig verksmiðjan reynist eftir breytingarnar.