Aflaverðmæti Vilhelms Þorsteinssonar EA 1.135 milljónir króna
07.01.2004
Mun meiri verðmætasköpun í síldveiðum en hjá öðrum skipum íslenska síldveiðiflotans Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 veiddi alls tæp 54.000 tonn á árinu 2003 og nam framleiðsluverðmæti afurðanna 1.135 milljónum króna (CIF-verðmæti). Afli skipsins var aðallega síld, loðna, kolmunni og úthafskarfi. Skipið veiddi alls 23.000 tonn af síld, 22.000 tonn af loðnu, 8.000 tonn af kolmunna og um 1.400 tonn af úthafskarfa.