Fréttir

Fyrirtækjaskóli Samherja tekinn til starfa

Mikil vakning hefur orðið í íslensku samfélagi undanfarin ár hvað varðar mikilvægi þess að bæta stöðugt við sig þekkingu. Samherji hefur undanfarin ár boðið ýmsum starfsmönnum sínum að sækja námskeið af margvíslegum toga, sem ýmist hafa nýst þeim í leik eða starfi...

Tjón af völdum bruna

Eldur braust út í fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík gær, ekki var um það að ræða að starfsmenn væru í hættu.  Allmiklar skemmdir urðu á húsakosti bræðslunnar en ljóst er að hluti tækjabúnaðar er óskemmdur...

Fundað um stöðu útgerðar og fiskvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu

Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og fulltrúar Samherja hf. komu saman til fundar í gær til að ræða stöðu sjávarútvegs á Eyjafjarðarsvæðinu.

Óvissa um framtíð landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði

Svo gæti farið að breytingar yrðu gerðar á landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði innan tíðar og jafnvel er hugsanlegt að félagið hætti vinnslu þar...

Samherji hf. kaupir skip til loðnuveiða

Vegna mikillar aukningar í aflaheimildum á loðnu hefur Samherji hf. gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Högabergi FD frá E.M. Shipping í Færeyjum.  Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun...

Fyrsta loðnan komin til Grindavíkur

Háberg GK 299 lagðist að bryggju í Grindavík í morgun með 1.150 tonn af loðnu og er það fyrsta loðnan sem landað er í Grindavík á þessu ári.  Loðnan er stór og góð og fer öll í bræðslu...

Dómur fallinn í máli norska ríkisins gegn Samherja

Dómur hefur verið kveðinn upp í Gulaþingsrétti í Bergen í Noregi þar sem Samherji hf. var dæmdur til að greiða skaðabætur til norska ríkisins að fjárhæð 14 milljónir norskra króna eða jafnvirði  142 milljóna íslenskra króna...

Sjávarútvegsráðherra og ráðuneytis-stjóri í heimsókn hjá Samherja

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, komu í dag í heimsókn til Samherja.

Heildarafli og verðmæti Samherjaskipa

Heildarafli skipa Samherja hf. á árinu 2004 nam um 103 þúsund tonnum. Uppsjávarafli (síld, loðna og kolmunni) nam samtals um 74 þúsund tonnum og botnfiskafli á heimamiðum var samanlagður um 23.200 tonn á árinu. Heildarverðmæti landaðs afla á árinu 2004 nemur ríflega 5 milljörðum.

Í jólafrí eftir frábært ár

- Aflaverðmæti ársins yfir einn og hálfur milljarður - 20 þúsund tonnum af frystum afurðum landað Vilhelm Þorsteinsson EA 11 fjölveiðiskip Samherja kom til heimahafnar á Akureyri í morgun úr sinni síðustu veiðiferð á árinu.  Árið hefur verið fengsælt hjá Vilhelmsmönnum, heildarafli ársins var tæplega 51 þúsund tonn af síld, loðnu, kolmunna og karfa.   Tuttugu þúsund tonn af afurðum voru framleidd og fryst um borð en kolmunna og hluta af loðnunni og síldinni var landað til bræðslu.  Heildarverðmæti aflans var 1,550 milljónir króna cif en fob verðmæti var 1,370 milljónir króna.