Fréttir

Ávarp forstjóra og stjórnarformans og samþykktir fundarins

Aðalfundur Samherja 2004:Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var samþykkt að greiða 25% arð til hluthafa. Arðgreiðslan fer fram 12. maí nk. Þá var ennfremur með vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, samþykkt tillaga að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa bréf í Samherja hf. að nafnvirði allt að kr. 166.000.000,- . Kaupverð bréfanna má verða allt að 10% yfir meðal söluverði, skráðu hjá Verðbréfaþingi Íslands á síðasta tveggja vikna tímabili áður en kaupin eru gerð. Í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.660.000.000,- ?. Í stjórn Samherja voru kosnir eftirtaldir aðilar: Finnbogi Jónsson,Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson, Gunnar Felixsson og Eiríkur Jóhannsson Til vara í stjórn voru kosnir: Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristján Jóhannsson Endurskoðandi Samherja hf. var kosinn Endurskoðun Akureyri KPMG, Arnar Árnason Þóknun til stjórnarmanna var samþykkt kr. 750.000.- fyrir liðið ár og kr.70.000.- á mánuði á árinu 2004. Í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins kom fram að áætlanir gera ráð fyrir að velta og afkoma félagsins verði mjög svipuð og á árinu 2003. Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og skipti með sér verkum þannig að Finnbogi Jónsson er stjórnarformaður, Eiríkur Jóhannsson varaformaður og Óskar Magnússon ritari.Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri  

Baldvin Þorsteinsson EA kemur í kvöld

Von er á Baldvin Þorsteinssyni EA til hafnar á Akureyri um miðnætti í kvöld .  Eftir björgun frá strandstað þ.17.mars sl. var skipið dregið til Noregs til viðgerða.  Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samherja hf. voru skemmdir á botni og þurfti að sandblása og mála hann upp á nýtt.  Aðrar helstu viðgerðir voru á gír og stýri og skipt var um aðra ljósavél skipsins.  Viðgerðin gekk vel og ekkert óvænt kom í ljós.  Skipið lagði af stað frá Noregi s.l. laugardagskvöld og hefur ferðin sóst vel í ágætu veðri.  Skipstjóri um borð er Árni V. Þórðarson.  Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða innan fárra daga.

Vel heppnuð árshátíð landvinnslu Samherja hf

Laugardagskvöldið 27. mars sl. var haldin sameiginleg árshátíð allra starfsstöðva Samherja í landi í KA-heimilinu á Akureyri. Um 540 manns voru samankomin til að skemmta sér og tókst hátíðin með eindæmum vel.

Yfirlýsing um samstarf við Vísi hf.

                               Samherji hf. og Vísir hf. hafa ákveðið að hefja samvinnu í veiðum, vinnslu, flutningum, þróun og sölu sjávarafurða. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað að undanförnu á smásölumarkaðnum. Telja stjórnendur fyrirtækjanna því að samvinna þeirra muni aukast til að mæta auknum kröfum um fjölbreytni, afhendingaröryggi, þjónustu og matvælarþóun.  Auknar kröfur smásölumarkaðarins kalla á slíka samvinnu fyrirtækja í sjávarútvegi. Til þess að ná þessum markmiðiðum er þörf á samvinnu af þessu tagi, en sameining er ekki nauðsynleg. Fyrirtækin binda vonir við að þetta samstarf komi til með að styrkja þau í framtíðinni.

Seagold hf. á sýningunni

Einn af stærstu viðskiptavinum Seagold í Bretlandi er fyrirtækið T-Quality, sem sérhæfir sig í þjónustu við skyndibitastaði. Undanfarin ár hefur T-Quality haldið vörusýningar fyrir viðskiptavini sína sem og aðra þá sem vilja kynna sér þeirra vörur. Seagold Ltd, sölufyrirtæki Samherja í Bretlandi hefur tekið þátt í sýningunni undanfarin ár og sama var upp á teningnum nú. 

Aðalfundi Samherja hf. frestað

Stjórn Samherja hf. hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem vera átti fimmtudaginn 25. mars 2004 vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2004 kl. 15:00. Auglýsing um dagskrá aðalfundar mun verða birt í fjölmiðlum í samræmi við lög félagsins.  

Hugheilar þakkir til allra sem stóðu að björgun Baldvins Þorsteinssonar EA

Fréttatilkynning frá Samherja hf. miðvikudaginn 17. mars 2004.Giftusamlega tókst að koma fjölveiðiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA á flot laust fyrir klukkan tvö í nótt eftir að hann hafði verið strand í Skálafjöru á Meðallandssandi í tæpa 8 sólarhringa. Í gærkvöld var byrjað að dæla loðnu og sjó úr skipinu til að létta það og síðan var því snúið þannig að stefnið snéri til hafs. Upp úr miðnætti var síðan byrjað að draga skipið og komst það á flot um klukkan 1:55 í nótt. Skipið er nú á leið til Noregs þar sem skemmdir á því verða kannaðar en ef skipið þarf í viðgerð er líklegt að hún taki skemmri tíma ytra en hér heima.

Dráttarskip á leiðinni frá Noregi

Björgunaraðgerðir á Baldvin Þorsteinssyni EA 10: Samherji hf. og Tryggingarmiðstöðin eru búin að semja við fyrirtækið Seabrokers Chartering AS í Noregi um leigu á m/s Normand Mariner, sem er sérhæft dráttarskip í eigu Solstad Supply. Skipið lagði af stað frá Bergen kl. 10 fh að ísl. tíma og siglir á 15 mílna hraða. Áætlaður siglingatími til Íslands er um tveir og hálfur sólarhringur.Einnig hefur verið samið um leigu á 2500 m langri dráttartóg, sem þolir 800 tonna átak. Þetta er tóg, sem flýtur á sjónum og er í 500 m lengjum, sem lásaðar eru saman, með sérstökum búnaði. Tógin er nú þegar komin um borð í dráttarskipið.

Baldvin Þorsteinsson EA 10 strandar

- Öllum skipverjum bjargað frá borði Baldvin Þorsteinsson EA 10 fékk nótina í skrúfuna í nótt.  Skipið var statt á loðnumiðum suður af Skarðsfjörum.  Sunnanátt var og stórstreymt þegar óhappið varð og rak skipið að landi.  Önnur loðnuskip sem voru stödd á miðunum reyndu að koma til hjálpar en taugar sem tókst að koma á milli slitnuðu.  Neyðarkall var sent út og fór þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega í loftið og björgunarsveitir í landi héldu á vettvang.  Í áhöfn skipsins eru 16 menn og var þeim öllum bjargað frá borði.  Stærsti hluti áhafnarinnar var fluttur á Kirkjubæjarklaustur en fjórir eru eftir í fjörunni við skipið.  Baldvin Þorsteinsson EA 10 er 2.968 brúttólesta fjölveiðiskip smíðað árið 1994 í Flekkefjord í Noregi, lengt í Riga Lettlandi árið 2002.  Skipið er 86 metra langt og 14 metra breitt.  Skip og afli vega samtals um 5.600 tonn.  Baldvin Þorsteinsson var að veiðum og eru í skipinu u.þ.b. 1.500 tonn af loðnu.

Reksturinn skilaði 1.067 milljóna króna hagnaði

Afkoma Samherja á árinu 2003:Samkvæmt rekstrarreikningi Samherja hf., fyrir árið 2003, nam hagnaður 1.067 milljónum króna samanborið við 1.879 milljóna króna hagnað árið áður.