Bryggjan á Neskaupstað skemmdist
25.10.2004
Nokkrar skemmdir urðu á bryggjunni í Neskaupstað í gærmorgun þegar fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA sigldi á bryggjukantinn. Peran á skipinu rakst í gegnum stálþilið svo gat kom á það og annar bryggjukanturinn brotnaði. Engar skemmdir urðu hins vegar á skipinu en óhappið má rekja til mannlegra mistaka.