Samherji hættir landvinnslu á Stöðvarfirði í september
31.05.2005
Á fundi með fulltrúum verkalýðsfélagsins Vökuls og starfsmönnum frystihúss Samherja hf. á Stöðvarfirði, sem haldinn var fyrr í dag, var tilkynnt að Samherji hyggst sameina landvinnslur félagsins á Stöðvarfirði og Dalvík, á Dalvík. Frystihúsi félagsins á Stöðvarfirði verður því lokað þann 1. september nk. og öllum starfsmönnum félagsins þar sagt upp frá og með þeim tíma. Um er að ræða 32 starfsmenn í 25 stöðugildum.