14 starfsmenn verðlaunaðir
12.02.2008
14 starfsmenn verðlaunaðir fyrir fullkomna mætingu á árinu 2007 -liður í heilsueflingarátaki fyrirtækisinsSamherji hf. hefur veitt 14 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir fullkomna mætingu til vinnu á árinu 2007. Starfsmennirnir fengu hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Afhending hvatningarverðlaunanna markar lok fyrsta starfsársins í gagngerri heilsueflingu innan fyrirtækisins.

