Fréttir

FRAMHERJI

Anfinnur Olsen framkvæmdastjóri Framherja í Færeyjum er staddur á sýningunni í Brussel í ár eins og undanfarin ár.
Anfinnur er mjög ánægður með sýninguna, sem er að hans sögn kjörinn vettvangur til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila víðs vegar að úr heiminum.

Atlantex

Atlantex, dótturfyrirtæki DFFU, í Póllandi gerir út frystitogarann Wiesbaden GDY-157.

Samherji í Brussel

Í morgun hófst hin árlega sjávarútvegssýning "European Seafood Exhibition" í Brussel og stendur hún fram til 28. apríl. Samherji er sýnilegri í ár en nokkru sinni fyrr, þar sem Samherji og Pickenpack - Hussmann & Hahn eru saman með bás.

Yfirtökutilboð til hluthafa Samherja hf.

Fjárfestingafélagið Fylkir ehf. býður hluthöfum Samherja hf. að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu á genginu 12,1 króna fyrir hvern hlut. Tilboðið gildir í 10 vikur til 5. júlí 2005. Hér fyrir neðan er auglýsing um tilboðið sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 22.apríl s.l. Einnig tilboðsyfirlit og framsalseyðublað (í sama skjali).

Seagold Ltd. á Donington Catering Expo 2005

Á hverju ári eru haldnar ýmsar sýningar sem viðkoma sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur Samherji hf. og dótturfyrirtæki þess einna helst tekið þátt í tveimur þeirra; annars vegar bresku sýningunni “Donington Catering Expo” og hins vegar stærstu sjávarútvegssýningu heims “European Seafood Exposition”  sem haldin er árlega í Brussel...

Stjórn Samtaka atvinnulífsins um borð í Vilhelm EA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hélt stjórnarfund á Akureyri í gær. Í tengslum við fundinn heimsóttu stjórnarmenn nokkur fyrirtæki á Akureyri og var Samherji í þeim hópi. Þar sem flaggskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, liggur við bryggju þessa dagana, aldrei þessu vant, þótti tilvalið að bjóða stjórninni um borð.

Margrét EA 710 seld

Samherji hf. hefur gengið frá sölusamningi á Margréti EA við útgerðarfyrirtæki í Montevideo í Úrúgvæ.  Samningurinn er með fyrirvara um skoðun kaupanda á botni skipsins. Gera má ráð fyrir, ef botnskoðun stenst, að skipið sigli frá Akureyri í næstu viku og að siglingin til Uruguay taki um 30 daga.

Allir pólskir starfsmenn Samherja fengu frí til að fylgjast með útför páfa

Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag kom fram að 9 Pólverjum, sem starfa hjá landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði, hefði verið neitað um leyfi frá vinnu til að fylgjast með útför samlanda þeirra, Jóhannesar Páls II. páfa, í Sjónvarpinu í morgun. Í fréttinni kom jafnframt fram að starfsmönnunum hefði verið hótað uppsögn ef þeir mættu ekki til vinnu. Það er alrangt og staðfestir trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum það...

Ávarp forstjóra og stjórnarformans

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var ársreikningur félagsins fyrir árið 2004 samþykktur samhljóða. Jafnframt var samþykkt að greiða 30% arð til hluthafa. Arðgreiðslan fer fram 12. maí nk

Vinningshafar fara á Bayern München Chelsea í boði fyrirtækisins

Í dag voru nöfn heppinna starfsmanna Samherja hf. dregin út í nýstárlegu happdrætti sem fyrirtækið efndi til í síðustu viku til  fyrir starfsmenn sína.  Í boði voru 18 vinningar, flug til Munchen og heim aftur, gisting og miði á leikinn Bayern München – Chelsea sem fram fer í München 12. apríl næstkomandi.