Fréttir

Skipulag starfa á aðalskrifstofu


Framkvæmdastjóraskipti hjá landvinnslu Samherja

Fréttatilkynning:  Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu á þessu ári. Aðalsteinn hefur starfað hjá Samherja og tengdum félögum frá árinu 1992 eða samtals í tólf ár. Í sumar og fram á haust mun Aðalsteinn vinna við erlend verkefni sem tengjast starfsemi Samherja. Við starfi Aðalsteins tekur Gestur Geirsson, sem hefur stjórnað rækjuvinnslu félagsins undanfarin ár. Gestur útskrifaðist sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 1995 og hefur starfað hjá Samherja frá þeim tíma. Breytingarnar taka gildi 1. júlí nk.  

Sjómannadagurinn 2004

Eins og alltaf í kringum sjómannadaginn var mikið um dýrðir á Akureyri um helgina, hátíðahöld bæði á laugardag og sunnudag. Skip Samherja voru óvenjumörg við bryggju á Akureyri að þessu sinni og settu svip sinn á hafnarlífið.

Arctic Warrior landar góðum afla úr Barentshafi

Arctic Warrior sem gerður er út af Boyd Line í Bretlandi, kom að landi í gær eftir 6 vikna veiðiferð í Barentshafi. Skipið var á þorskveiðum og verið er að landa úr skipinu í dag 360 tonnum af þorskafurðum, að verðmæti um 120 milljónir króna.

Hagnaður Samherja 638 milljónir króna

Samherji hf. var rekinn með 638 milljón króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi  2004. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 692 milljónir króna, eða 19,8% af rekstrartekjum. 

Fyrsta Sumarsíldin á land í kvöld

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 landar í kvöld á Neskaupstað fyrstu síld sumarsins.  Landað verður tæpum 500 tonnum af frosnum síldarflökum, sem voru unnin úr stórri og góðri síld. Síldin veiddist á alþjóðlega hafsvæðinu (síldarsmugunni) og við 200 mílna landhelgislínuna.   Afurðirnar eru seldar og fara aðallega á markað í Póllandi, Þýskalandi, Litháen og Rússlandi. 

Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Þriðjudaginn 4. maí var opnuð sýningin “European Seafood Exposition 2004” í Brussel í Belgíu en þar er um að ræða eina stærstu sjávarútvegssýningu sem um getur í heiminum.

Hríseyjan og Seley kvaddar

Í dag lögðu Hríseyjan EA og Seley SU af stað í sína síðustu ferð. Skipin hafa verið seld í brotajárn til Greno í Danmörku eftir að hafa legið í Akureyrarhöfn um árabil. Hríseyjan EA (áður Arnar HU) var smíðuð í Japan 1973 og hefur verið í eigu Samherja hf. frá árinu 1995. Seley SU (áður Arnarnúpur ÞH) var smíðuð á Akranesi 1980 og hefur verið í eigu Samherja hf.frá árinu 1998.Seley að leggja af stað með Hríseyjuna í togi

Ræða: Þorsteinn Már Baldvinsson, aðalfundur Samherja 29. apríl 2004


Ávarp Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns, á aðalfundi Samherja h/f 29. apríl 2004