„Það er hörku góð stemning í húsinu þegar svona mikið er að gera“
Almennt
14.12.2023
Skip Samherja hafa aflað vel á undanförnum vikum, auk þess sem eftirspurn afurða hefur verið góð. Afköstin í vinnsluhúsum félagsins á Dalvík og Akureyri hafa þar af leiðandi verið í hámarki, sem þýðir að mikið hefur mætt á starfsfólki.