Fréttir

Íbúar Reykjanesbæjar áhugasamir um landeldi Samherja fiskeldis

Fjölmargir sóttu opinn kynningarfund Samherja fiskeldis í Keflavík, þar sem umhverfismatsskýrsla Eldisgarðs í Auðlindagarði HS orku á Reykjanesi var kynnt, ásamt áformum um atvinnuuppbyggingu á næstu árum.

Opinn kynningarfundur

Samherji fiskeldi býður til opins kynningarfundar í tilefni af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fundurinn verður haldinn á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 23. Febrúar, frá klukkan 17:00 til 19:00.

Skjámyndakerfi sem sýnir úr hvaða rými skipsins brunaviðvörun berst

Um borð í uppsjávarveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, hefur verið tekið í notkun skjámyndakerfi sem tengt er við brunaviðvörunarkerfi skipsins. Með tilkomu kerfisins getur áhöfnin séð með myndrænum hætti í hvaða rými skipsins viðvörun kviknar og þar með brugðist fyrr við en ella og með ákveðnari hætti. Ekki er vitað til þess að annað fiskiskip í heiminum sé búið slíku viðvörunarkerfi, enda þannig búnaður aðeins í stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum.

Umhverfismatsskýrsla eldisstöðvar Samherja fiskeldis á Reykjanesi

Samherji fiskeldi ehf. áformar að byggja eldisstöð í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fiskeldisstöðin samanstendur af seiðastöð, áframeldisstöð og vinnsluhúsi ásamt stoð- og tæknibyggingum. Umhverfismatsskýrsla um fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi hefur nú verið birt á vef Skipulagsstofnunar.

Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki

Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.

Óþokkar í aldarfjórðung

Ungmennafélagið Óþokki, sem hefur verið nokkuð fyrirferðarmikið innan Samherja, fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri hefur verið Einvaldur Óþokka frá fyrsta degi. Hann segir að þessum tímamótum verði fagnað hressilega með ýmsum hætti.

Fiskrétturinn frá mömmu og pabba sem slegið hefur í gegn á Dalvík

„Við erum með fisk á boðstólum tvisvar sinnum í viku og það segir sig auðvitað sjálft að hráefnið hérna er alltaf ferskt sem er auðvitað mikill kostur. Fiskurinn nýtur vinsælda hjá flestum og auk þess finnst mér alltaf gaman að elda fisk,“ segir Fanney Davíðsdóttir matráður í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík, sem gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift af dýrindis fiskrétti sem nýtur mikilla vinsælda meðal starfsfólks fiskvinnsluhússins. Að jafnaði eru um 120 manns í mat hjá Fanneyju og hennar samstarfsfólki í mötuneytinu.

Ásta Dís Óladóttir í stjórn Samherja

Ásta Dís Óladóttir hefur tekið sæti í stjórn Samherja hf. í stað Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil og gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Skattamálum Samherja lokið og sakamál felld niður

Skattamálum á hendur félögum tengdum Samherja hefur verið að fullu lokið í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa.

Samherji kaupir nýja gerð toghlera

Samherji sem gerir út togarann Björgúlf EA hefur keypt Ekkó toghlera, sem er ný gerð toghlera. Smári Jósafatsson framkvæmdastjóri Ekkó segir hlerana eiga að draga verulega úr olíunotkun.