Fréttir

Samherji Fiskeldi fær ASC vottun

Samerji Fiskeldi hefur fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína í landeldi á bleikju.
ASC (Aquaculture Stewardship Counsel) er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og er viðurkennd um allan heim. Samherji Fiskeldi rekur tvær áframeldisstöðvar fyrir bleikju á Suðurnesjum og var framleiðslan um 3500 tonn á síðasta ári. Fyrirtækið er einnig með Whole Foods Market og BAP (Best Aquaculture Practice) vottanir.

Öryggismálin eru og verða alltaf á dagskrá

“Já, viðhorf til öryggis- og vinnuverndarmála hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Hérna hjá Samherja hefur verið starfandi öryggisfulltrúi í ansi mörg ár sem segir mikið um viðhorf eigendanna til öryggis- og vinnuverndarmála og hvernig þeir hugsa um starfsfólkið sitt. Ég hef verið í þessu starfi í um fjögur ár og legg mikið upp úr því að framfylgja þeirra gildum,” segir Jóhann G. Sævarsson öryggisstjóri Samherja.

„Ég elska Akureyri og ég elska ÚA“

Allir starfsmenn í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa þekkja Patcharee Srikongkaew, sem fluttist frá Thailandi til Akureyrar fyrir þrjátíu árum síðan. Hún byrjaði strax að vinna hjá ÚA og segist ekki detta til hugar að skipta um starfsvettvang. „Ég elska ÚA og ég elska Akureyri,“ segir Patcharee.

Nýi dælubúnaðurinn "algjör bylting“

Um 6.500 tonn af fiskhausum og hryggjum falla til á ári í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík. Til þessa hefur afurðunum verðið ekið í körum til þurrkvinnslunnar en með nýjum búnaði er því nú dælt eftir rörum milli húsanna. Lagnakerfið er um 300 metra langt. Afgangsvatn frá kælikerfi fiskvinnsuhússins er notað við dælinguna.

Hafnargjöldin sem Samherji og ÚA greiða vega þungt í rekstri hafnasjóða við Eyjafjörð

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa, sem er í eigu Samherja, greiddu Hafnasamlagi Norðurlands og Dalvíkurhöfnum samtals 110,7 milljónir króna í hafnargjöld á síðasta ári. Fyrirtækin eru afar mikilvægir viðskiptavinir þessara norðlensku hafna.

Togarar Samherja og ÚA landa að mestu á Akureyri og Dalvík, enda fiskvinnsluhús félaganna þar.

Íslenskur fiskur selur sig ekki sjálfur, þrátt fyrir að vera heimsins besti

„Almennt séð gekk okkur ótrúlega vel í heimsfaraldrinum. Um þessar mundir eru markaðir að taka við sér, eftirspurnin er góð og verðin yfirleitt ágæt,“ segir Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood og Seagold en þessi tvö félög sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja um víða veröld.

Samherji stækkar landeldisstöðina í Öxarfirði

Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming, þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Áætlaður kostnaður er um einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir miðað við að framkvæmdum verði lokið eftir um það bil eitt ár. Sem hluti af hringrásarhagkerfi eldisins, bættri nýtingu og kolefnisjöfnun er áformuð landgræðsla og síðar skógrækt á nærliggjandi jörð, sem Samherji hefur keypt vegna stækkunarinnar.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir heiðursfélagi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Helga Steinunn Guðmundsdóttir var um helgina gerð að heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland en Helga hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íþrótta á Íslandi. Frá þessu er greint á heimasíðum ÍSÍ og Knattspyrnufélags Akureyrar. Helga Steinunn situr í stjórn Samherja og er stjórnarformaður Samherjasjóðsins sem hefur stutt íþróttahreyfinguna dyggilega.

Sjávarútvegsfræðingar áberandi hjá Samherja

Tveir nýir stjórnendur, sem eiga það sameiginlegt að vera sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri, hafa verið verið ráðnir til Samherja fiskeldis í Sandgerði. Með þessum ráðningum eru sjávarútvegsfræðingarnir sem starfa hjá Samherja og skyldum félögum samtals tuttugu og fjórir , enda leitast Samherji við að ráða til sín og hafa í sínum röðum einvalalið starfsmanna.

Rekstur Samherja gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur

Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna á síðasta ári. Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif á reksturinn. Forstjóri félagsins segir að reynt hafi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi, tekist hafi að halda úti skipaflotanum, vinnslum og annarri starfsemi þannig að reksturinn hafi haldist svo að segja óbreyttur.
Aðalfundur Samherja var haldinn í gær, ákveðið var að greiða ekki út arð vegna síðasta árs.