„Til þess að vera virkur í samfélaginu er nauðsynlegt að tala og skilja íslensku“
Almennt
28.06.2023
Pólverjinn Marcin Blachnio hefur búið og starfað á Íslandi í sautján ár, þar af í fjórtán ár hjá Samherja fiskeldi. Fyrst í Grindavík og síðustu árin í Sandgerði, þar sem bleikja er unnin. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Sandgerði en eiginkona hans, Marzanna Danilczuk , starfar einnig hjá Samherja fiskeldi.