Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars
Almennt
03.04.2024
Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

