Fréttir

Hákon Þ. Guðmundsson í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var kjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á ársfundi samtakanna, sem haldinn var föstudaginn 6. maí sl. Hann þekkir vel til SFS, var í stjórn 2019-2020 og hefur tekið þátt í málefnavinnu og stefnumótun á vegum samtakanna, meðal annars á sviði umhverfismála.

Hlutafjáraukning hjá Samherja fiskeldi ehf. upp á 3,5 milljarða króna og Alf-Helge Aarskog tekur sæti í stjórn

Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Fjármagnið verður nýtt til uppbyggingar tilraunaverkefnis í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við 40 þúsund tonna eldisgarð í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.

Umhverfisvænn samgöngusamningur fær góðar viðtökur. „Jákvæður hvati til að skilja bílinn eftir heima.“

Samherji býður nú starfsmönnum sínum að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga í viku. Miðað er við að sá sem gerir slíkan samning mæti til vinnu með öðrum hætti en á einkabíl.

Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK áberandi á Seafood Expo Global

Myndband um ný uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar, Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börk NK 122, var sýnt á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin var í Barcelona á Spáni í síðustu viku.

„Bás Samherja á pari við bestu veitingastaði í Barcelona“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Barcelona á Spáni, Seafood Expo Global, er að hluta til mikil matarhátíð, þar sem sýnendur kynna framleiðslu sína fyrir viðskiptavinum og öðrum gestum sýningarinnar. Einar Geirsson matreiðslumeistari veitingastaðarins RUB 23 á Akureyri hefur séð um matreiðsluna á básum Samherja um víða veröld í nærri tvo áratugi. Hann segir alltaf jafn skemmtilegt að vinna á alþjóðlegum sýningum, enda Samherji þekkt fyrirtæki fyrir gæði og góðar afurðir.

Samherji með veglegan bás á Seafood Expo Global

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Barcelona á Spáni Seafood Expo Global opnaði í morgun og er Samherji þar með veglegan bás. Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh og Seagold segir sýninguna mikilvægan vettvang fyrir sölu- og markaðsstarfið. Ice Fresh Seafood og Seagold sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja um víða veröld.

Hátt í tvö þúsund manns skoðuðu fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík

Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var opið almenningi á sumardaginn fyrsta, hátt í tvö þúsund gestir skoðuðu húsið, sem hefur verið lokað öðrum en starfsfólki frá því vinnsla hófst formlega í húsinu í ágúst 2020.

„Við sýnum húsið og allan búnaðinn með stolti“

Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á sumardaginn fyrsta frá klukkan 09:00 til 13:00. Sigurður Jörgen Óskarsson vinnslustjóri segir tilhlökkun að sýna eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiski enda hafi húsið verið meira og minna lokað öðrum en starfsfólki frá því vinnsla hófst í ágúst 2020.

Gjörið svo vel, gangið í bæinn

Hátæknivinnsluhús Samherja á Dalvík verður opið almenningi fimmtudaginn 21. apríl - sumardaginn fyrsta - frá klukkan 09:00 til 13:00. Vinnsla verður í gangi, þannig að einstakt tækifæri gefst til að sjá þetta magnaða hús, góðan aðbúnað starfsfólks og fullkomnar tæknilausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

Algjört lykilatriði að hafa góða áhöfn í góðu fiskeríi

Góð ufsaveiði hefur verið að undanförnu út af Reykjanesi. Skipstjórinn á Björgvin EA 311 segir vissulega gaman að lenda í góðu fiskeríi, en það megi ekki koma niður á gæðum hráefnisins til vinnsluhúsanna. Í slíkum túrum skipti sköpum að hafa góða og samhenta áhöfn.