Pottar með hreinu og köldu Atlantshafi ryðja sér til rúms
Almennt
15.06.2022
Störfin til sjós eru á köflum erfið og mikilvægt að áhöfnin hugi að líkamlegri heilsu. Því skiptir miklu máli að aðbúnaður um borð sé sem bestur.
Í flestum stærri togurum er líkamsræktaraðstaða og gufubað, sem áhafnirnar nýta sér óspart. Nýjasta nýtt í þessum efnum eru ískaldir pottar, einn slíkur er einmitt um borð í Björgu EA 7, ísfisktogara Samherja. Pottinum hefur verið haganlega komið fyrir í stefninu á trolldekkinu og segir Magnús Sævarsson kokkur að notkunin hafi aukist jafnt og þétt, enda allra meina bót að fara í ískalt sjóbað. Sömuleiðis er pottur um borð í Harðbak EA 3, sem hannaður er fyrir bæði kaldan sjó og heitt vatn.
Í flestum stærri togurum er líkamsræktaraðstaða og gufubað, sem áhafnirnar nýta sér óspart. Nýjasta nýtt í þessum efnum eru ískaldir pottar, einn slíkur er einmitt um borð í Björgu EA 7, ísfisktogara Samherja. Pottinum hefur verið haganlega komið fyrir í stefninu á trolldekkinu og segir Magnús Sævarsson kokkur að notkunin hafi aukist jafnt og þétt, enda allra meina bót að fara í ískalt sjóbað. Sömuleiðis er pottur um borð í Harðbak EA 3, sem hannaður er fyrir bæði kaldan sjó og heitt vatn.