Bleikjan komin í erlendar verslanir einum degi eftir vinnslu
Almennt
03.04.2023
Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum og eftirspurnin fer vaxandi. Í vinnsluhúsinu í Sandgerði var tekið á móti 3.800 tonnum af bleikju á síðasta ári, megin hluti framleiðslunnar er fluttur út ferskur, aðallega til Bandaríkjanna. Bergþóra Gísladóttir framleiðslustjóri segir að vinnslan í Sandgerði sé mjög vel tækjum búin á allan hátt og aðbúnaður starfsfólks góður. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að framleiðsla dagsins er komin til kaupenda nokkrum klukkustundum síðar.