Gleðin allsráðandi á jólatrésskemmtun starfsmannafélags Samherja á Dalvík
Almennt
28.12.2023
Jólatrésskemmtun Fjörfisks, starfsmannafélags Samherja á Dalvík, var haldin í gær í matsal fiskvinnsluhússins. Jafnt börn sem fullorðnir skemmtu sér konunglega í fagurlega skreyttum matsalnum. Jólasveinninn lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hafði meðferðis í poka sínum góðgæti handa börnunum sem biðu hans með eftirvæntingu. Gengið var í kringum jólatré og boðið var upp á kakó og kökur.

