Skjáveggjastýring sett upp í Margréti EA 710 á aðeins rúmum þremur vikum
Almennt
01.02.2024
Brúin í uppsjávarskipi Samherja, Margréti EA 710 hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Svokölluð skjáveggjastýring hefur verið innleidd, sem gerir það að verkum að skipstjórinn getur stjórnað og fylgst með hvaða tæki sem er á stórum sjónvarpsskjáum. Hjörtur Valsson skipstjóri segir að ótrúlega vel hafi gengið að setja upp skjáveggjastýringuna.