Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár: „Án Silfurstjörnunnar væri byggðin í Öxarfirði rýrari“
Almennt
21.06.2024
Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

