Gísli Konráðsson teiknaði merki ÚA við borðstofuborðið heima í Oddagötunni. Börnin fylgdust með og höfðu sterkar skoðanir á útlitinu
Almennt
23.11.2023
Einfalt og stílhreint firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa er vel þekkt í hugum landsmanna.
Þrátt fyrir tískusveiflur í hönnun firmamerkja hefur merki ÚA haldist óbreytt enda, lýsir það með skýrum og hnitmiðuðum hætti starfsemi félagsins. Merkið samanstendur af formföstum línum með upphafsstöfum Útgerðarfélags Akureyringa - ÚA - og akkeri skips, sem er klassiskt tákn sjávarútvegs. Einnig er akkeri gjarnan notað sem tákn um traust og stöðugleika, bæði í ritmáli og listsköpun.
Höfundur firmamerkisins er Gísli Konráðsson, sem var framkvæmdastóri ÚA í nærri fjóra áratugi, frá 1958 til 1989.
Þrátt fyrir tískusveiflur í hönnun firmamerkja hefur merki ÚA haldist óbreytt enda, lýsir það með skýrum og hnitmiðuðum hætti starfsemi félagsins. Merkið samanstendur af formföstum línum með upphafsstöfum Útgerðarfélags Akureyringa - ÚA - og akkeri skips, sem er klassiskt tákn sjávarútvegs. Einnig er akkeri gjarnan notað sem tákn um traust og stöðugleika, bæði í ritmáli og listsköpun.
Höfundur firmamerkisins er Gísli Konráðsson, sem var framkvæmdastóri ÚA í nærri fjóra áratugi, frá 1958 til 1989.