Yfir 36 þúsund tonn unnin á Dalvík og Akureyri
Almennt
18.09.2024
Guðjón Guðmundsson ritstjóri tímaritsins Fiskifrétta heimsótti landvinnslu Samherja á Dalvík og fékk að vita allt um þennan skilvirka vinnustað þar sem hafa farið í gegn allt upp í 130 tonn af þorski á einum degi. Heimasíða Samherja fékk góðfúslegt leyfi til að birta viðtalið hér á heimasíðu félagsins.
Landvinnsla Samherja á Dalvík er ein tæknilegasta og afkastamesta hvítfiskfiskvinnsla í heimi. Hún er búin allra nýjustu tækni, svo sem fjórum vatnskurðarvélum frá Völku, flokkurum, skurðarvélum og róbótum af ýmsum gerðum en það sem vekur ekki síst athygli er hvernig hlutunum er komið fyrir í þessu húsi sem stendur á um 7.000 fermetra grunnfleti. Með stoðrýmum á efri hæð er heildarstærðin um 9.000 fermetrar. Gæða- og öryggiseftirlit er með því strangasta sem þekkist í þessum iðnaði. Tölvustýringar og gagnakerfi eru fjölmörg og í salnum við tækin og færiböndin starfa um 100 manns. Um 200 manns vinna hjá Samherja á Dalvík til sjós og lands.
Landvinnsla Samherja á Dalvík er ein tæknilegasta og afkastamesta hvítfiskfiskvinnsla í heimi. Hún er búin allra nýjustu tækni, svo sem fjórum vatnskurðarvélum frá Völku, flokkurum, skurðarvélum og róbótum af ýmsum gerðum en það sem vekur ekki síst athygli er hvernig hlutunum er komið fyrir í þessu húsi sem stendur á um 7.000 fermetra grunnfleti. Með stoðrýmum á efri hæð er heildarstærðin um 9.000 fermetrar. Gæða- og öryggiseftirlit er með því strangasta sem þekkist í þessum iðnaði. Tölvustýringar og gagnakerfi eru fjölmörg og í salnum við tækin og færiböndin starfa um 100 manns. Um 200 manns vinna hjá Samherja á Dalvík til sjós og lands.

