Fréttir

„Hérna snýst allt um að framleiða hágæða vöru“

Halldór Pétur Ásbjörnsson er gæða- og rekstrarstjóri bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði. Vinnsluhúsið er afar tæknivætt og eru þar að jafnaði unnin fimmtán til átján tonn af bleikju á dag en Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum.

„Skipin eru eins og ný“

Systurskipin Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 hafa verið máluð, auk þess sem unnið var að ýmsum endurbótum hjá Slippnum Akureyri.

Takk fyrir komuna

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli var haldin hátíðaleg á Dalvík sl. laugardag, þar sem sjávarútvegur var í öndvegi.


Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var opið almenningi og er áætlað að hátt í 7000 manns hafi skoðað húsið, sem hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir framúrskarandi tæknilausnir og góðan aðbúnað starfsfólks.

„Fiskidagurinn mikli er kærkomið tækifæri til að sýna vel búið fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík“

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn hátíðleg í tuttugasta sinn, dagana 11.-13. ágúst. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn þrjú ár í röð en góðu heilli geta íbúar Dalvíkurbyggðar á nýjan leik haldið þessa einstöku fjölskylduhátíð, þar sem sjávarafurðir eru í aðalhlutverki. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki sveitarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn Samherja í Dalvíkurbyggð koma með myndarlegum hætti að undirbúningi Fiskidagsins mikla, enda samheldni bæjarbúa mikil.

Stórt skref í átt að uppbyggingu nýrrar landeldisstöðvar Samherja fiskeldis

Skipulagsstofnun hefur skilað áliti við umhverfismatsskýrslu Samherja Fiskeldis ehf. varðandi uppbyggingu landeldisstöðvar félagsins í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Álitið er grundvöllur fyrir frekari leyfisveitingar tengdum framkvæmdinni og rekstri eldisstöðvarinnar, sem byggð verður upp í þremur áföngum. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið Eldisgarður.

„Til þess að vera virkur í samfélaginu er nauðsynlegt að tala og skilja íslensku“

Pólverjinn Marcin Blachnio hefur búið og starfað á Íslandi í sautján ár, þar af í fjórtán ár hjá Samherja fiskeldi. Fyrst í Grindavík og síðustu árin í Sandgerði, þar sem bleikja er unnin. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Sandgerði en eiginkona hans, Marzanna Danilczuk , starfar einnig hjá Samherja fiskeldi.

Sogarmur í sjálfvirknibúnaði hannaður af starfsmönnum Samherja og ÚA. Búnaðinum framleiddur með þrívíddarprentara á Dalvík

Tækniteymi landvinnslu Samherja vinnur að þróun og hönnun nokkurra tæknilausna fyrir fiskvinnsluhús Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á Dalvík og Akureyri. Þessa dagana er verið að taka í notkun sogarma sem tengjast flóknum sjálfvirknibúnaði í vinnsluhúsunum, sem hannaðir og þróaðir eru af tæknideild Samherja og framleiddir í þrívíddarprentara á Dalvík. Eldri sogarmarnir uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks hátæknibúnaðar.

Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Landherji, sem er Starfsmannafélag starfsfólks á skrifstofum Samerhja, efni í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.

Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks

Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

Rækjuvinnsla Hólmadrangs á Hólmavík stöðvuð

Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, tók yfir rekstur rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík síðla árs 2019 en Hólmadrangur var þá í greiðslustöðvun.