Villibráðarkvöld Fjörfisks á Dalvík: „Frábær matur og skemmtun“
Almennt
08.10.2024
Starfsmannafélag Samherja á Dalvík, Fjörfiskur, hélt árlegt villibráðarkvöld sl. laugardagskvöld, þar sem starfsfólk og gestir gæddu sér á íslenskri villibráð í veglega skreyttum matsal félagsins. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar matarveislu.