Glæsilegt filippseyskt matar- og skemmtikvöld á Dalvík
Almennt
10.03.2025
Starfsfólk fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í mötuneyti félagsins. Starfsmannafélagið Fjörfiskur efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá Samherja á Dalvík starfa rúmlega tuttugu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.