Samþætting sölu, veiða og vinnslu lykilatriði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja
17.10.2025
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis. Jón tók við formennsku í stjórn Samherja fyrr á þessu ári af Baldvini Þorsteinssyni sem á sama tíma gerðist forstjóri félagsins. Jón sat áður í stjórn Samherja hf. frá 2002 til 2006. Hann þekkir því vel til starfsemi Samherja.