Fréttir

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja lætur af störfum

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. lætur af störfum um næstu mánaðamót. Hann gerði stjórn félagsins grein fyrir ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þessari ákvörðun sinni fyrr í mánuðinum og í dag tilkynnti hann sínu nánasta samstarfsfólki um væntanleg starfslok.

Samherji verður einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. er komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. þar sem fjallað er um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins á árinu 2024 er nú komin út. Markmiðið með útgáfunni er að miðla upplýsingum um áhrif félagsins á umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti. Þá á skýrslan að veita greinargott yfirlit um rekstur félagsins.

Besti bitinn af þorskinum í matvöruverslanir innanlands

"Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

Framleiðslu- og Íslandsmet slegin daglega til áramóta

Liðlega tvö þúsund tonn af laxi hafa verið unnin á þessu ári í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis ehf. í Öxarfirði.

Bleikur dagur hjá starfsfólki Samherja

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.

Samþætting sölu, veiða og vinnslu lykilatriði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja

Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar ‏í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis. Jón tók við formennsku í stjórn Samherja fyrr á þessu ári af Baldvini Þorsteinssyni sem á sama tíma gerðist forstjóri félagsins. Jón sat áður í stjórn Samherja hf. frá 2002 til 2006. Hann þekkir því vel til starfsemi Samherja.

Matur, menning og skemmtun

Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.

Samgöngusamningur í boði allt árið

Samherji hefur ákveðið að bjóða starfsfólki að gera samgöngusamning við félagið sem gildir allt árið í stað sjö mánaða eins og undanfarin ár.

„Spennandi að sjá nýsköpunar- og þróunarvinnu verða að veruleika“

Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.