Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja lætur af störfum
21.11.2025
Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. lætur af störfum um næstu mánaðamót. Hann gerði stjórn félagsins grein fyrir þessari ákvörðun sinni fyrr í mánuðinum og í dag tilkynnti hann sínu nánasta samstarfsfólki um væntanleg starfslok.

