Fréttir

Afli ísfisktogara Samherja 2025

Bolfiskveiðar ísfisktogara Samherja gengu almennt vel á nýliðnu ári.

Samherji eignast tæplega helmingshlut í Berg LipidTech AS

Samherji hefur gengið frá kaupum á 49% eignarhlut í norska framleiðslufyrirtækinu Berg LipidTech AS í Álasundi. Félagið framleiðir lýsi fyrir heildsölumarkað, einkum úr þorskalifur og laxi, og selur afurðir sínar um allan heim. Kaupin skapa tækifæri til frekari fullvinnslu aukaafurða Samherja samhliða því að efla samkeppnishæfni Berg LipidTech í gegnum stöðugra framboð á gæðahráefni. Með fjárfestingunni kemst Samherji lengra í virðiskeðju sjávarútvegsins.

Starfsfólk í vinnsluhúsum Samherja á skyndihjálparnámskeiðum

Hluti starfsfólks í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík sótti í gær skyndihjálparnámskeið með áherslu á rétt viðbrögð í neyð og fyrstu aðstoð í skyndihjálp.

Gleði og kæti á jólatrésskemmtunum starfsmannafélaga Samherja

Starfsmannafélög Samherja á Dalvík og Akureyri, Fjörfiskur og STÚA, stóðu fyrir jólatrésskemmtunum um helgina í matsölum vinnsluhúsa félagsins.

Jóla- og áramótakveðja frá Samherja

Samherji óskar starfsmönnum sínum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Með ‏þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Öll Skip Samherja í höfn og komin í jólabúning

Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.

Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.

Ísfisktogarar félagsins halda svo til veiða milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun ársins.

Paul Birger Torgnes tekur sæti í stjórn Samherja fiskeldis ehf.

Norðmaðurinn Paul Birger Torgnes var kosinn í stjórn Samherja fiskeldis ehf. á hluthafafundi 12. desember s.l.

Þorvaldur Þóroddsson ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja

Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.

Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.

Verðlaunaður ‏‏þrifaróbóti í vinnslu Samherja á Dalvík

Róbóti sem þrífur vélbúnað í vinnslu Samherja á Dalvík hefir verið tekinn í notkun, eftir um tveggja ára þróunarferli í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Rbot9.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja lætur af störfum

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. lætur af störfum um næstu mánaðamót. Hann gerði stjórn félagsins grein fyrir ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þessari ákvörðun sinni fyrr í mánuðinum og í dag tilkynnti hann sínu nánasta samstarfsfólki um væntanleg starfslok.