„ Ég kveð sátt og held glöð út í lífið“
02.05.2025
Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.