Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.
Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.
Róbóti sem þrífur vélbúnað í vinnslu Samherja á Dalvík hefir verið tekinn í notkun, eftir um tveggja ára þróunarferli í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Rbot9.
Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. lætur af störfum um næstu mánaðamót. Hann gerði stjórn félagsins grein fyrir þessari ákvörðun sinni fyrr í mánuðinum og í dag tilkynnti hann sínu nánasta samstarfsfólki um væntanleg starfslok.
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.
Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. þar sem fjallað er um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins á árinu 2024 er nú komin út. Markmiðið með útgáfunni er að miðla upplýsingum um áhrif félagsins á umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti. Þá á skýrslan að veita greinargott yfirlit um rekstur félagsins.
"Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis. Jón tók við formennsku í stjórn Samherja fyrr á þessu ári af Baldvini Þorsteinssyni sem á sama tíma gerðist forstjóri félagsins. Jón sat áður í stjórn Samherja hf. frá 2002 til 2006. Hann þekkir því vel til starfsemi Samherja.