Björgúlfur EA 312 málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri
30.07.2025
Togarinn Björgúlfur EA 312 hefur verið í flotkví Slippsins á Akureyri undanfarna daga. Kristján Salmannsson skipstjóri segir að unnið hafi verið að ýmsum uppfærslum og árvissu viðhaldi, slíkt sé gjarnan gert á sumrin.