„Íslenskur sjávarútvegur er í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum“
26.08.2025
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.