Fréttir

„ Ég kveð sátt og held glöð út í lífið“

Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.

Fjármögnun lokið á nýrri landeldisstöð Samherja

Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa.

Leiðist aldrei í vinnunni

Nimnual Khakhlong fagnar því í ár að hafa búið á Dalvík í tvo áratugi. Hún hefur jafnlengi unnið í landvinnslu Samherja á Dalvík. „Tíminn er fljótur að líða, það er gaman í vinnunni og gott að búa á Dalvík,“ segir hún.

Ný kynslóð flottrollshlera í Vilhelm Þorsteinsson EA 11

St‎‎ýranlegir flottrollshlerar hafa verið teknir í notkun á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, uppsjávarskipi Samherja.

Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi

Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag.

Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára

Miðvikudagurinn 14. mars árið 1945 markaði þáttaskil í atvinnusögu Akureyrarbæjar. Þennan dag var boðað til fundar, tilgangur hans var að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum með það fyrir augum að sækja um skipakaup til Nýbyggingarráðs en umsóknafrestur um slík kaup var við það að renna út.

Vel heppnuð kynning á fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi á Starfamessu 2025

Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.

Glæsilegt filippseyskt matar- og skemmtikvöld á Dalvík

Starfsfólk fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í mötuneyti félagsins. Starfsmannafélagið Fjörfiskur efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá Samherja á Dalvík starfa rúmlega tuttugu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

Mottumarssokkar fyrir alla karla hjá Samherja

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Kaldbakur, Björgúlfur og Björg aflahæstu togarar landsins á síðasta ári

Systurskip Samherja, Kaldbakur EA 1, Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 eru í þremur efstu sætum yfir aflahæstu togara ársins 2024.