Fréttir

Gleði og kæti á jólatrésskemmtunum starfsmannafélaga Samherja

Starfsmannafélög Samherja á Dalvík og Akureyri, Fjörfiskur og STÚA, stóðu fyrir jólatrésskemmtunum um helgina í matsölum vinnsluhúsa félagsins.

Jóla- og áramótakveðja frá Samherja

Samherji óskar starfsmönnum sínum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Með ‏þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Öll Skip Samherja í höfn og komin í jólabúning

Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.

Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.

Ísfisktogarar félagsins halda svo til veiða milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun ársins.

Paul Birger Torgnes tekur sæti í stjórn Samherja fiskeldis ehf.

Norðmaðurinn Paul Birger Torgnes var kosinn í stjórn Samherja fiskeldis ehf. á hluthafafundi 12. desember s.l.

Þorvaldur Þóroddsson ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja

Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.

Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.

Verðlaunaður ‏‏þrifaróbóti í vinnslu Samherja á Dalvík

Róbóti sem þrífur vélbúnað í vinnslu Samherja á Dalvík hefir verið tekinn í notkun, eftir um tveggja ára þróunarferli í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Rbot9.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja lætur af störfum

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. lætur af störfum um næstu mánaðamót. Hann gerði stjórn félagsins grein fyrir ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þessari ákvörðun sinni fyrr í mánuðinum og í dag tilkynnti hann sínu nánasta samstarfsfólki um væntanleg starfslok.

Samherji verður einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. er komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. þar sem fjallað er um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins á árinu 2024 er nú komin út. Markmiðið með útgáfunni er að miðla upplýsingum um áhrif félagsins á umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti. Þá á skýrslan að veita greinargott yfirlit um rekstur félagsins.

Besti bitinn af þorskinum í matvöruverslanir innanlands

"Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.