Fréttir

Samherji hf. heldur áfram fjárfestingum í innviðum rekstrar

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 6,3 milljörðum króna á árinu 2024 og dróst saman um 1,8 milljarða króna á milli ára. Hagnaður, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta en var 8,7 milljarðar króna á árinu 2023.

Björgúlfur EA 312 málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri

Togarinn Björgúlfur EA 312 hefur verið í flotkví Slippsins á Akureyri undanfarna daga. Kristján Salmannsson skipstjóri segir að unnið hafi verið að ‎‎ýmsum uppfærslum og árvissu viðhaldi, slíkt sé gjarnan gert á sumrin.

Hlutafjáraukning vegna Eldisgarðs stækkuð vegna mikillar eftirspurnar

Útgáfa nýs hlutafjár í Samherja fiskeldi ehf. vegna Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar fyrir lax á Reykjanesi, hefur verið stækkuð í 210 milljónir evra úr 125 milljónum evra vegna aukinnar eftirspurnar fjárfesta.

Sendikvinna Færeyja á Íslandi kynnti sér starfsemi fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík

Sendikvinna Færeyja á Íslandi, Hanna í Horni, kynnti sér starfsemi fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík. Samskipti Samherja við Færeyjar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina og fjölmargir færeyskir hópar hafa heimsótt einstaka starfsstöðvar Samherja.

„Þetta er besta sumarvinnan og í fínu lagi að vakna snemma“

Hátt í þrjátíu ungmenni eru ráðin til starfa í sumar í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík, til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa. Hlutfall sumarstarfsfólks er því nokkuð hátt þessar vikurnar.

Baldvin Þorsteinsson tekur við sem forstjóri Samherja hf.

Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár eða frá stofnun félagsins árið 1983.

Björg EA 7 vígði endurbyggða Torfunefsbryggju á Akureyri

Endurbyggð Torfunesbryggja við Pollinn á Akureyri var í dag vígð við hátíðalega athöfn. Togari Samherja, Björg EA 7, lagðist að bryggjunni og vígði þar með hið nýja mannvirki.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á makrílveiðar

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, hélt í gærkvöld frá Akureyri til makrílveiða.

Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar

Listaverkið Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar eftir Kristinn E. Hrafnsson hefur verið hreinsað og lagað en verkið hefur staðið við inngang fiskvinnsluhúss Útgerðarfélags Akureyringa í þrjátíu ár og var farið að láta á sjá.

Fiskur frá smábátum dregur úr afköstum landvinnslunnar og bónusar starfsfólks lækka

Afköst í fiskvinnsluhúsum Samherja dragast verulega saman þegar keyptur er afli af strandveiðibátum til vinnslu. Starfsmaður sem hefur unnið í tæpa fimm áratugi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa segir sláandi mun á gæðum hráefnis frá smábátum og togurum sem veiða á djúpslóð. Laun fiskvinnslufólks lækka þegar unninn er afli frá smábátum því mun tímafrekara er að verka fiskinn.