Samherji hf. heldur áfram fjárfestingum í innviðum rekstrar
08.08.2025
Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 6,3 milljörðum króna á árinu 2024 og dróst saman um 1,8 milljarða króna á milli ára. Hagnaður, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta en var 8,7 milljarðar króna á árinu 2023.