„Megum aldrei sofna á verðinum í öryggis- og vinnuverndarmálum“
14.08.2025
Gauti Þór Grétarsson er nýr öryggisstjóri Samherja. Hann segir greinilegt að Samherji standi framarlega á sviði öryggis- og vinnuverndarmála, enda leggi félagið metnað sinn í að tryggja öryggi starfsmanna, efla heilbrigði þeirra og fyrirbyggja fjarveru úr vinnu vegna slysa eða annarra heilsufarsvandamála.